Ísland er alþjóðleg fyrirmynd í hagstjórn

Ísland sparar, greiðir niður skuldir og er með heilbrigða vexti. Núllvextir margra seðlabanka eru ófær leið til hagsældar, segir yfirmaður OECD á ársfundi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. 

Með eigin gjaldmiðil gátu Íslendingar spyrnt sig hratt frá kreppunni. Aðrar þjóðir fóru þá leið að lækka vexti til að hleypa lífi í hagkerfið. Núllvextir og peninaprentun leiddu til stóraukins ójöfnuðar enda nýttu fyrirtæki og eignafólk sér lága vexti til eignaauka.

Angel Gurria yfirmaður OECD varar núllvaxtaþjóðir við stöðunni; það gengur ekki að peningaprenta sig úr kreppu.

 


mbl.is AGS staðfestir endurgreiðsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bjarni

Er það vegna þessarar góðu hagstjórnar sem við þurfum verðtryggingu?

Jón Bjarni, 12.10.2015 kl. 15:47

2 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Hvers vegna taka þá ekki aðrar þjóðir upp íslensku krónuna?

Eiður Svanberg Guðnason, 12.10.2015 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband