Múslímar sem Frankenstein

,,Rússar hafa skapað Frankenstein sem þeir geta ekki stjórnað. Með ákalli um heilagt stríð munu hlutirnir breytast. Allir munu gefa sig fram til að berjast, jafnvel múslímar sem sitja á börum. Múslímar eru 1,5 milljarður. Ímyndið ykkur hvað gerist ef 1 prósent þeirra gefur sig fram í baráttuna."

Ofanritað hefur Guardian eftir háttsettum embættismanna í Katar en stjórnvöld þar í landi styðja uppreisnarmenn í Sýrlandi.

Orð múslímska embættismannsins draga athyglina að þeirri staðreynd að múslímar líta á sig sem eina heild, jafnvel þótt þeir standi upp fyrir haus í blóðugri baráttu innbyrðis.

Þjóðverjar, sem ræða samskipti sín við múslíma af nokkurri alvöru þessar vikurnar, eru afgerandi þeirrar skoðunar að múslímar eigi ekki heima í Þýskalandi. Samkvæmt könnun í Die Welt eru 63 prósent Þjóðverja þeirrar sannfæringar að Þýskaland eigi ekki að hýsa múslíma.

Múslímar sýna ítrekað andstyggð sína á vestrænum gildum, t.d. þegar tjáningarfrelsið er notað til að gagnrýna trú þeirra.

Líklega er það rétt hjá embættimanninum frá Katar að í vestrænni menningu eru múslímar eins og Frankenstein.


mbl.is Nálgast Aleppo óðfluga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband