Samfylking og Vg vilja Ísland í Stór-Evrópu

Eina leiðin til að bjarga Evrópusambandinu er að setja saman Stór-Evrópu. Leiðandi stjórnmálamenn í álfunni eru sammála um að samruni sé eini valkosturinn við upplausn.

Hér á Íslandi eru tveir flokkar, Samfylkingin með afgerandi hætti en Vg í hljóði, hlynnt stefnu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur um að Íslandi skuli inn í Evrópusambandið.

Engin umræða fer fram innan þessara flokka um gjörbreytta stöðu ESB. Vinstriflokkarnir vilja enn að Ísland verði hjálenda Stór-Evrópu.


mbl.is Samþykki meiri samruna eða hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hollande sagði í rökræðum sínum við Farage á Evrópuþinginu: "Yf­ir­gefa Evr­ópu­sam­bandið, yf­ir­gefa Schengen og yf­ir­gefa lýðræðið".

Það sem vekur athygli mína og stendur uppúr í ræðu Hollande er "...og yfirgefa lýðræðið".  Hvílík öfugmæli.  Svona yfirlýsingar segja menni það að þeir sem hafa völdin líta á sig sem fulltrúa lýðræðis, jafnvel þó það sé víðs fjarri.  Hollande var vissulega kosinn af frönsku þjóðinni til að vera forseti þess ríkis, en aldrei kusu Bretar hann til að fara með völd á Bretlandseyjum.

Staðreyndin er sú að "möppudýr", eins og einn ágætur maður orðaði það eitt sinn, fara með völdin í ESB, menn og konur sem aldrei hafa verið kosin til þess arna.  Og það kallar Hollande "lýðræði".  Þetta minnir mig á fulltrúa flokks sem talaði fjálglega um íbúalýðræði.  Þegar þeir höfðu völdin til að láta reyna á slíkt lýðræði töldu þeir sig ekki þurfa að spyrja íbúa eins eða neins.  Þó var gerð ein tilraun í þeim efnum, en hún fór á annan veg en flokkurinn vildi og því voru íbúar ekki spurðir frekar út í það hver vilji þeirra væri í álitamálum.

Þannig er nú lýðræðið á sumum heimilum!!!!embarassed

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.10.2015 kl. 16:40

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Sameinuð Evrópa er byggð á lygum, blekkingum, áróróðri og ofanfrávaldi. Hver sá sem þekkir sögu og hugsun álfunnar veit að Evrópusambandið verður ekki mikið eldra en aldargamalt.

Guðjón E. Hreinberg, 9.10.2015 kl. 18:08

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Un Reich, un fuhrer" draumur þjóðverja, er að renna út í sandinn, sem betur fer. Undarlegt að íslenskir kratar og kommar skuli enn styðja þennan fjanda.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 10.10.2015 kl. 00:15

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ætli þeir fari ekki nærri um það Samfó og Vg,að ESB er fallandi,en vonin heldur þeim við efnið. Þeir hafa beytt öllum brögðum,en eygja nú von með samúðarhræsninni,til að fylla landið af flóttamönnum,þegar útlit er fyrir að friður komist á í Sýrlandi innan tíðar.Það væri nær að leggja þeim sitthvað til heima fyrir.  

Helga Kristjánsdóttir, 10.10.2015 kl. 05:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband