Föstudagur, 9. október 2015
Tvöföld ástæða Illuga að segja af sér
Ráðherrar verða að hafa eldtraust einkafjármál. Án þeirrar forsendu eiga þeir ekkert erindi í stjórnarráðið að taka ákvarðanir um opinber fjármál.
Ráðherrar eiga að gera skýran mun á einkamálum sínum og opinberum málum. Til einkamála teljast bestu vinir.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er með allt niður um sig í einkafjármálum. Hann tilkynnir í einkaviðtali að hann hafi tekið besta vin sinn, Hauk Harðarson, með sér til Kína að opna dyr fyrir fyrirtæki Hauks. Besti vinurinn er líka leigusali Illuga; bjargaði ráðherra með því að kaupa íbúðina þegar ráðherra var kominn að fótum fram fjárhagslega.
(Það er aukaatriði í málinu að bestu vinir sem rukka fyrir vinargreiða eru ekki ýkja góðir vinir).
Illugi ætti að segja af sér sem ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Með því að sitja áfram grefur hann undan tiltrú þjóðarinnar á stjórnmál. Ríkisstjórnin og Sjálfstæðisflokkurinn gjalda fyrir það að Illugi sitji áfram.
Bætir örugglega ekki stöðu mína segir Illugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Maður sem ekki er bjargálna er ósjálfstæður í opinberri umræður.
Alþingismaður sem er illastaddur fjárhagslega og hefur ekki traust í bönkum til að taka lán og verður að flýja á vit einkaaðila og prívat manna er nauðstaddur.
Allan lýðveldistíman voru bændur, lögfræðingar, útgerðarmenn og forustumenn félagasamtaka, áberandi á Alþingi þeir höfðu upp til hópa traustan fjárhag og vor því engum háðir.
Þetta er grundvallarskilyrði.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 9.10.2015 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.