Miðvikudagur, 7. október 2015
Opið samfélag þolir móðganir - góða fólkið ekki
Í opnu samfélagi má móðga. Ríkisvaldinu á ekki að beita til að þagga niður skoðanir sem sumum finnst miður að séu uppi. Óæskilegar skoðanir fá þá meðferð sem hæfir; sumar eru ræddar en aðrar falla í grýttan jarðveg og verða aldrei blóm.
Ef ríkisvaldið á að elta uppi skoðanir fólks er samfélagið ekki lengur opið. Það verður einhverjum lokað í dag og öðrum á morgun.
Góða fólkið gáir ekki að sér og gleymir að réttindi til sérvisku hljóta alltaf að ná fyrst til skoðanafrelsis. Án frjálsra skoðana eru öll önnur réttindi í hættu.
Teljum öll ummælin refsiverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það ætti að fella mgr. a) 233. gr. almennra hegningarlaga úr gildi, til að losa okkur undan þessum móðgana kærum. Það er óþolandi að fólk geti ekki tjáð sig eins og því er eðlilegt án þess að eiga á hættu að móðga eða særa einhvern, svo afstætt sem móðgunarhugtakið er.
Ragnhildur Kolka, 7.10.2015 kl. 21:43
Ummæli sem látin eru fara þegar kristni er rædd á vefsvæðum, eru mörg hver ansi svæsin í garð hinna trúuðu.
Það má kannski byrja á því núna að halda nokkrum til haga, og apa eftir meðlimum samtakana 78 ?
Loncexter, 7.10.2015 kl. 22:45
Já Lancexster,það er ekki legra síðan en í gær að maður var talinn verðskulda að vera skotinn með byssu (væntanlega drepinn),man ekki í hvaða bloggi en hugði höfund bloggsins vera þann sem ætti að kvarta.-Menn hafa fokið út fyrir minna tilefni.
Helga Kristjánsdóttir, 8.10.2015 kl. 01:26
Það er alltaf til fólk sem telur það rétt að þagga eigi niður í þeim sem ekki eru þeim sammála en þegar fjölmiðlar eru farnir að styðja það þá held ég að eitthvað sé orðið verulega mikið að.
Einar Þór Strand, 8.10.2015 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.