Vinnumarkaðurinn gerir árás á krónuna og lífskjörin

Vinnumarkaðurinn á Íslandi skipuleggur efnahagsglæp. Það liggur fyrir eftir þriggja ára vinnu SALEKS-hópsins hjá ríkissáttasemjara. Samtök atvinnurekenda, ASÍ-félögin og opinberir starfsmenn lýsa því formlega yfir að ekki sé hægt að bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga á Íslandi.

Hagfræðingar SALEKS-hópsins skrifa minnisblað þar sem segir

Í sam­eig­in­legu minn­is­blaði til SALEK-hóps­ins  segja þeir að ef ekki verði brugðist við muni verðbólga vaxa, vext­ir hækka og gengi krón­unn­ar falla.

Vinnumarkaðurinn ætlar sér meðvitað og yfirvegað að gera árás á krónuna og skerða lífskjör almennings. Yfirvofandi árás er fáheyrður efnahagsglæpur. Þeir sem bera ábyrgð á skipulagningu og útfærslu glæpsins hljóta að svara til saka.


mbl.is Slitnaði upp úr viðræðum SALEKS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband