Miðvikudagur, 7. október 2015
Vinnumarkaðurinn gerir árás á krónuna og lífskjörin
Vinnumarkaðurinn á Íslandi skipuleggur efnahagsglæp. Það liggur fyrir eftir þriggja ára vinnu SALEKS-hópsins hjá ríkissáttasemjara. Samtök atvinnurekenda, ASÍ-félögin og opinberir starfsmenn lýsa því formlega yfir að ekki sé hægt að bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga á Íslandi.
Hagfræðingar SALEKS-hópsins skrifa minnisblað þar sem segir
Í sameiginlegu minnisblaði til SALEK-hópsins segja þeir að ef ekki verði brugðist við muni verðbólga vaxa, vextir hækka og gengi krónunnar falla.
Vinnumarkaðurinn ætlar sér meðvitað og yfirvegað að gera árás á krónuna og skerða lífskjör almennings. Yfirvofandi árás er fáheyrður efnahagsglæpur. Þeir sem bera ábyrgð á skipulagningu og útfærslu glæpsins hljóta að svara til saka.
Slitnaði upp úr viðræðum SALEKS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.