Þriðjudagur, 6. október 2015
Lýðræði, Hitlers-þáttur og ESB-hættan
Lýðræði er skást af öllum tilraunum mannsins að smíða umgjörð um yfirvald. Lýðræði er hvergi nærri fullkomið; Sókrates var dæmdur til dauða af lýðræðislegum dómstól og Hitler komst til valda í lýðræðiskosningum.
Stjórnmálamenn í Evrópu eru mótaðir af sögunni ekki síður en af samtíðinni. Hitlers-þátturinn í sögu evrópskra stjórnmála gefur stjórnmálamönnum tilefni til að sniðganga lýðræðislegan vilja þegar almenningur sýnist ekki kjósa ,,rétt".
Hættan við stjórnmálaelítuna í Brussel er að hún noti Hitlers-þáttinn til að grafa undan lýðræðinu. Slíkar tilraunir enda illa; Hitler ætlaði að bjarga Þjóðverjum frá kommúnisma.
Nota ESB til að sniðganga lýðræðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað er "stjórnmálaelítan" í Brussel? Eru það starfsmenn ESB? Nú eru þeir ekki stjórnmálamenn sem slíkir! Eru það þingmenn Evrópuþingsins? Nú hafa þeir væntanlega ekki völd til að skuldbinda sín ríki! Sé ekki alvega hvað menn eiga við. Nú eru engar meiriháttarákvarðanir teknar nema að þær séu samþykktar á þingum allra þjóðanna eða hugsanlega með auknum meirihluta.
Magnús Helgi Björgvinsson, 6.10.2015 kl. 18:49
Gamli gæsagngurinn orðinn að sniðgöngu á evrópska taflborðinu,þar sem drottningin er manna vökrust.
Helga Kristjánsdóttir, 6.10.2015 kl. 19:32
Lýðræði er ekki töfralausn á öllum viðfangsefnum.
Sjálfsákvörðunarréttur kemst miklu nær því markmiði.
Lýðræði er sjálsfákvörðunarréttur um heildarhagsmuni.
Tilgangur mannréttinda er hinsvegar öndverður.
Hann er sá að vernda minnihlutahópa fyrir meirihlutanum.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.10.2015 kl. 20:12
Mér finnst sérstakt að ásaka ESB um þetta, þegar haft er í huga að pistlahöfundur vill einmitt alls, alls ekki leyfa íslendingingum kjósa.
En þetta með Hitler, að þá var hann ekki kosinn lýðræðislega, þ.e. hann fékk ekki meirihluta atvæða á fulltrúaþingi, minnir mig, heldur fékk hann og nasistar ótrúlega mikið fylgi, náðu lykilstöðu og þvinguðu síðan öll völd í sínar hendur. (Þetta óttast maður soldið að gæti alveg gerst aftur. Ofsa-Hægrimenn mega aldrei fá mikið fylgi. Þá er voðinn vís.)
En þar má færa rök að því, að svokallað beint lýðræði hafi átt vissan þátt í að skapa nasistum þessa stöðu áróðurslega. Weimar Lýðveldið var með ákvæði um þjóðaratkvæði (Sumir telja að íslenska ákvæðið í skránni frá 1944 sé ættað þaðan enda var Bjarni Ben eldri við nám í Weimar og gott ef ekki með sérstaka áherslu á stjórnarfar í Weimar).
Nasistar nýttu sér þjóðaratkvæðisheimildina til að skapa lýðæsingar og létu kjósa um hin fáránlegustu mál. Svo sem: Villt þú borga skuldir? O.s.frv
Ég held það sé nefnilega almenn sátt um það meðal fræðimanna að beint lýðræði hafi reynst illa í Weimar.
En jú jú, vissulega skiptir útfærslan alltaf máli en td. í Weimar og misnotkun nasista, að þá skiptu úrslitin ekkert endilega öllu máli. Það var æsingurinn og moldviðrið sem þyrlað var upp í kringum dæmið sem skipti kannski meira máli.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.10.2015 kl. 22:19
Ómar: Kjósum endilega um ESB-aðild sem fyrst, til þess að hafna henni og henda þeirri hugmynd út í hafsauga í eitt skipti fyrir öll!
Guðmundur Ásgeirsson, 6.10.2015 kl. 22:36
Verður fyrst að klára Aðildarsamning.
Horfði óvart á ÍNN um daginn, og þar voru þeir sjallaspekingar að tala um það, eitthvað á þá leið, að Aðildarviðræðum hafi verið settar á bið vegna þess að ekki var hægt að semja um sjávarútvegskaflann og frakkar, af öllum þjóðum, hefðu stoppað það sérstaklega.
Þeir eru alveg magnaðir þeir sjallarnir þegar þeir taka sig til.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.10.2015 kl. 22:56
ÓBK hefur rangt fyrir sér í flestu að venju.
Ótrúlegt að þessir sósálistar skulu klína hægri stimpli stöðugt á Hitler og nasistana. Þetta gera þeir þrátt fyrir að nafn flokks Hitlers bendi í þveröfuga átt, svo ekki sé talað um skoði menn hvað flokkurinn stóð fyrir og stefnuskrá hans. Á íslensku útleggst nafn flokksins sem Hinn þýskki Þjóðernissósialistaflokkur verkamanna, eða á þýsku Nationalsozialistische Deutsche Arbeiterpartei. Eins og kunnugt er skammstöfuðu menn jafnan nafnið í Nazis. Hitler og flokkur hans voru sósíalistar en ekki hægrimenn.
Þessi villa verður að teljast vísvitandi því ekki vill maður eigna þessum íslendingum að þeir viti ekki betur en að kenna nasista við hægri. Þetta er álíka og þegar þeir segja flugfreyjuna og Einsmálslandsölufylkingu hinnar björtu framtíðar með vinstri grænu slagsíðuna hvergi hafa verið nálægt sdtjórnartaumunum fram að bankahruninu 2008Flugfreyjan, dr. Össur, Björgvin og allir hinir voru sem sagt ekki helmingur af stjórn Geirs H Haarde gefa þeir jafnan í skyn.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.10.2015 kl. 09:52
ÓBK við sama heygarðshornið þrátt fyrir að árum saman er búið að sýna honum orð, gerðir og heimasíðu ESB að maður semur ekki um aðildarsamning, heldur er um aðlögunasrsamkomulag að ræða því skylt er að taka upp laga- og regluverk ESB í heild sinni, um 100.000 blaðsíður af þeim eins og ESB segir. Annað hvort gangast aðildar og umsóknarríki undir það eða standa utan við ESB.
Þap eina sem hægt er að kjósa um er hvort maður vill ganga í ESB eða ekki weins og Guðmundur bendir réttilega á.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.10.2015 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.