2007-hroki peningamanna, stjórnmálamenn hræddir

Á tímum útrásar réðu auðmenn Íslandi. Stjórnmálamenn voru hræddir hérar sem lyftu ekki litla fingri til að vernda almannahagsmuni fyrir yfirgangi peningamanna. Brynjar Harðarson byggir til að spilla flugvelli og er með eftirfarandi skilaboð til innanríkisráðherra 

„Við höld­um bara okk­ar striki og höld­um áfram okk­ar fram­kvæmd­um, eins og þetta hafi aldrei verið sagt. Ráðherr­ann sagði þetta og póli­tík­us­ar halda áfram að segja hitt og þetta og það hef­ur bara sinn gang,“ sagði Brynj­ar í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær.

Peningamenn tóku ekki mark á stjórnmálamönnum í útrás, sem endaði með hruni fyrir sjö árum.

Við höfum ekkert með stjórnmálamenn að gera sem láta peningamenn stjórna ferðinni.


mbl.is Valsmenn hf. halda sínu striki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með framgangi þessa máls. Á grundvelli einhvers óljóss "samkomulags" hefur Dagur litið svo á að hann sé í Win-Win stöðu. 1) Að rústa Vatnsmýrinni, 2) Verði sett bremsa á yfirganginn þá er það Ríkið sem borgar. 

Þetta er sú tegund klækjastjórnmála sem almenningur fyrirlítur og Hanna Birna tók þátt í þessu með Degi og hinum "ofurheiðarlega" Jóni Gnarr.

það er kominn tími til að snúa ofan af þessari vitleysu og Ólöf Nordal er manneskjan til þess. Svona puttasendingar eins og frá þessum Brynjari og S8 gaurnum þarf að stoppa.

Ragnhildur Kolka, 6.10.2015 kl. 11:55

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Smá lagfæring -Rústa flugvellinum í Vatnsmýrinni- átti það að vera.

Ragnhildur Kolka, 6.10.2015 kl. 11:57

3 Smámynd: Steinarr Kr.

Er Ólöf ekki komin í lið með góða fólkinu?

Steinarr Kr. , 6.10.2015 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband