Hernámi Ísraels fagnað - af hernumdu fólki

Bandaríkin kynntu undir ófriðarbálinu í Sýrlandi án þess að hyggja að leikslokum. Rússar eru komnir í spilið og freista þess að slökkva elda sem Bandaríkin bera ábyrgð á.

Gólanhæðir á landamærum Ísraels og Sýrlands eru setnar Ísraelsmönnum frá sex daga stríðinu 1967. Af sumum er svæðið kallað hernumið, líkt og Vesturbakkinn og Gasa.

Blaðamaður New York Times var á ferðinni í Gólanhæðum nýverið og tók íbúa þar tali. Þeir prísuðu sig sæla búa við ísraelskt ,,hernám" enda valkosturinn Ríki íslam eða Assad Sýrlandsforseti.

Ísrael gerir góðverk í stríðsþjáðum heimshluta en fær litlar þakkir.


mbl.is Íhlutun Rússlands nauðsynleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ekki ósvipað og þegar Bretar hernumdu Ísland fyrir 75 árum og vitað var að yrði óhjákvæmilegt hlutskipti herlausri þjóð,á svo mikilvægum stað.Ég kalla það lán að skarpskyggni Breta leiddi þá fyrri til,en Nazista skrattanna.  

Helga Kristjánsdóttir, 4.10.2015 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband