Vinstrimenn hafna réttarríkinu, ráðherra standi í lappirnar

Hæstiréttur kemst að niðurstöðu á grunni laga um brottvísun tveggja hælisleitenda. Vinstrimenn í minnihluta á alþingi krefjast fundar með innanríkisráðherra gagngert til að hnekkja dómi hæstaréttar.

Réttarríkið er sameign okkar allra. Tilburðum vinstrimanna að grafa undan því verður að mæta með ákveðni og festu. Engum er málið skyldara en ráðherra dómsmála.

Ekki undir nokkrum kringumstæðum ber að fallast á að framkvæmdavaldið teki fram fyrir hendur hæstaréttar.

 


mbl.is Vilja fund með innanríkisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hæstiréttur tekur ekki lögmæt völd af innanríkisráðherra með úrskurði sínum heldur einungis að það sem ráðherrann hefur þegar gert í málinu skapi ekki sérstaka kröfu um að hælisleitendurnir fái að vera áfram í landinu.

Ómar Ragnarsson, 4.10.2015 kl. 13:16

2 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Sæll vertu Páll

Athugasemd Ómars stenst ekki. Hæstiréttur fer yfir það á grundvelli laga og alþjóðasamninga hvort sú niðurstaða að vísa þessum útlendingum úr landi sé lögmæt. Sérstaklega er vikið að því að þeim skuli vísað til Ítalíu.

Geðþóttaákvörðun ráðherra kemur ekki til greina að svo búnu. Það þarf einhvern á borð Við Sigríði Ingibjörgu til að ímynda sér það.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 4.10.2015 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband