Laugardagur, 3. október 2015
Kennarar lækka í launum - fyrirmynd fyrir aðra
Sigurður Þ. Sigurþórsson íþróttakennari í grunnskóla lækkaði í launum skv. síðustu kjarasamningum, segir í frétt á Pressunni þar sem vitnað er í umræðuhóp á samfélagsmiðli. Í umræðuhópi framhaldsskólakennara á Facebook er staðan ekki mikið betri.
Jón Gretar Hafsteinsson skrifar þar: ,,Þegar ég ber saman launaseðla mína frá því fyrir ári síðan og nú þá er hækkun útborgaðra launa 2,4%. Ég er að kenna 4 hópum, líkt og í fyrra, er með kennsluafslátt vegna aldurs og nokkra tíma í stofuumsjón. Vinnuálag er því mjög svo sambærilegt."
Helgi Ingólfsson á sama vettvangi: ,,Ég bar saman þann launaseðil, sem ég fékk í dag, og þann sem ég fékk fyrir sléttu ári til að sjá áhrif vinnumatsins. Forsendurnar eru nákvæmlega þær sömu, þ.e. ekkert hefur breyst í kennslu minni. - Á þessu ári hafa nettólaun mín (sem skipta mig mestu máli) hækkað um 5.1%, en brúttólaun 5,6%. Vinnudögunum hefur fjölgað um 5 á árinu og hugsanlega verður vinna vegna styttingar náms til stúdentsprófs einnig felld þarna undir."
Á vinnumarkaðnum er talað um að kennarar hafi fengið stórkostlega launahækkanir sem ættu að vera fyrirmynd fyrir aðra. Kennarar eru ekki á sama máli.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.