Múslímar: engin viðskipti við konur, síst frakkar ljóshærðar

Mest lesna frétt Die Welt í dag er af fasteignamiðlaranum Aline Kern sem starfar í Bad Kreuznach í Þýskalandi. Fjölskylda, ættuð frá Sýrlandi, óskaði eftir að sjá íbúð sem Kern auglýsti.

Þegar á vettvang var komið mættu Kern þrír fullorðnir karlmenn, kona með blæju fyrir andliti og þrjú börn. Einn karlmannanna kunni eitthvað fyrir sér í þýsku. Kern stóð frammi fyrir þeim vanda að karlmennirnir neituðu að skoða íbúðina með henni. Sá sem kunni þýsku sagði Kern að hún væri kona, ljóshærð og hefði í ofanálag horft í augu karlanna. Ekki kæmi til greina að þeir ættu viðskipti við hana.

Kern deildi reynslu sinni af þeim sýrlensku á Facebook og sagðist hafa upplifað sig sem annars flokks borgara í eigin landi. Á Facebook fékk hún m.a. glósur um nasistahneigð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Facebook og múslímar eru eitt í dag. Að vera kallaður nasisti í dag er ekki lengur talið neikvætt þar sem miklu verri öfl en þeir eru til í dag.

Eyjólfur Jónsson, 2.10.2015 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband