Fimmtudagur, 1. október 2015
Ríkið er ekki fyrir Skúla
Auðmenn eru iðulega haldnir þeirri meinloku að ríkisvaldið sé til að þeir græði peninga. Meinlokan stafar af því að til að verða auðmaður útilokar einstaklingur alla aðra hagsmuni en sína eigin.
Velgengni auðmanna réttlætir í þeirra huga að ríkisvaldið krjúpi fyrir þeim.
Við sáum í útrás og hruni hvernig fer fyrir þjóð sem lætur auðmenn ráðskast með sig. Vítin eru til að varast.
Hundruð milljarða tjón af hægagangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Held reyndar að Skúli hafi nokkuð til síns máls. Allt fokkið í kringum nattúrupassann og innbyrðis deilur um hver megi framkvæma og hver ekki hefur stuðlað að mikilli niðurníðslu og óþarfa skemmdum á náttúru Íslands. Svo ekki sé minnst á Ömmaruglið um að einstaklingar megi ekki rukka fyrir aðgang að náttúruundrum á jörðum sínum. Samkvæmt þeirri kenningu er betra að troða náttúruna í svað en að einhver bóndadurgur græði einn eyri.
Ragnhildur Kolka, 1.10.2015 kl. 09:27
Það er nýstárlegt viðhorf að í því felist frekja auðmanna að ætlast til þess að ríkissjóður, sem skattþegnarnir borga peninga í, uppfylli skyldur sínar við að ráðstafa þeim af einhverju viti í samgöngumannvirki.
Ómar Ragnarsson, 1.10.2015 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.