Miðvikudagur, 30. september 2015
Ólöf farsæl, Hanna Birna fórnarlamb
Ólöf Nordal er farsæl í starfi ráðherra og er með burði til að verða framtíðarleiðtogi. Hanna Birna Kristjánsdóttir var fórnarlamb áróðursherferðar sem ekki á sinn líka í seinni tíma stjórnmálasögu.
Sjálfstæðisflokkurinn er vel mannaður með þær tvær sem valkosti í varaformennskuna.
Forystumenn skora á Ólöfu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fórnarlamb hvers ?
Níels A. Ársælsson., 30.9.2015 kl. 12:21
Níels.
Átt þú orðið erfitt með að lesa þér til gagns ? Varst þú einn þeirra sem féll á Pisa prófinu ?
Páll ritaði :
„Hanna Birna Kristjánsdóttir var fórnarlamb áróðursherferðar sem ekki á sinn líka í seinni tíma stjórnmálasögu.“
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.9.2015 kl. 12:46
Ég spyr líka: Fórnarlamb hvers?
Það þýðir ekki að svara mér með væminni heimsku, eins Prédíkaraskitan svarar Níelsi hér að ofan.
Jóhannes Ragnarsson, 30.9.2015 kl. 14:28
Jóhannes á erfitt með að lesa sér til gagns á við Níels. Þið skiljið ekki einfalda íslensku. Illa er komið fyrir hluta þessarar bókmenntaþjóðar sem eitt sinn var.
Best ég reyni að koma ykkur tl aðstoðar ef þið hafið áhuga á að bæta málskilning ykkar, sem alls er óvíst að þið hafið áhuga á. Hér er slóð á slíka aðstoð á netinu :
http://www.mr.is/~aesa/ordabokatenglar.htm
.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.9.2015 kl. 15:34
Ég get svo sem upplýst þig utan dagskrár, Prédíkari góður, að ég og Níels erum ágætlega vanir að lesa góðar bókmenntir á íslensku og höfum báðir þokkalega góðan lesskilning.
Hinsvegar held ég, að þú talir gegn betri vitund, þegar þú fullyrðir að Hanna Birna hafi orðið fórnarlamb áráðursherferðar. Það getur nefnilega ekki verið, að þú og Páll, vitir ekki hvers fórnarlamb hún varð. En þið félagarnir eruð ekki þeir einu hér á Íslandi, sem stráið vísvitandi í kringum ykkur pólitískri ruglandi.
Jóhannes Ragnarsson, 30.9.2015 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.