Þriðjudagur, 29. september 2015
ESB-frelsi til þrælahalds
Óheftur innflutningur á vinnuafli frá ESB-ríkjum, í skjóli EES-samnings, leiðir til nútíma þrælahalds, segir forystumaður í verkalýðshreyfingunni.
ESB-frelsi grefur undan lífskjörum iðnarmanna og verkafólks á Íslandi. Það er einfaldlega staðreynd málsins sem þarf að horfast í augu við.
Frelsi til að stunda þrælahald og grafa undan lífskjörum fólks hér á landi er ekki ýkja eftirsóknarvert. Svona frómt frá sagt.
Mannréttindabrot í garðinum heima | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sem verra er kæri Páll, að ég hef vitneskju um að starfsmönnum frá sumum þessum löndum er gert með ofbeldi að greiða reglulega toll til einhvers konar mafíu frá þeirra egin heimalandi. Þeir mafíósar munu búa hér og eru á „sócialnum“ þar sem þeir mega ekki vera að því að vinna venjulega vinnu því þeir þurfa að sinna því að drottna yfir þessum samlöndum sínum og sjá til þess að innheimta tollinn af þeim.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.9.2015 kl. 09:01
Mig undrar of hversvegna verkalýðsfrömuðirnir geta ekki sagt þetta beint út frekar en að fárast út í lélega samninga sem faralds verkafólkið hefur.
Þeir koma inn sem verktakar og vinna fyrir erlent verktaka og jafnvel íslensk svo þetta er ekkert nema sýnaarmenska stéttarfélaganna. Hér á uppgangsárunum fengu hundruðin frá EU leyfisbréf til að reka fyrirtæki.
Þar með gátu þeir sett upp starfsmanna leigur eins og gengur í EU löndunum. Já lokum á EES samningin eða þennan part og eða bjóðum þeim að kaupa 6 mánaðar til árs rafrænt atvinnuleyfi svo hægt sé að fylgjast með þeim og allt kaup borgað inn á Bankareikning.
Valdimar Samúelsson, 29.9.2015 kl. 09:15
Það er ein af óleystum gátum alheimsins hvers vegna forusta verkalýðshreyfingarinnar sækist, af svo miklum krafti, eftir aðild Íslands að ESB.
Ragnhildur Kolka, 29.9.2015 kl. 09:16
Prdikari. Ég sá ekki þína athugasemd fyrr en eftir að ég skrifaði en þetta er málið eins og þú orðaðir það þessir sömu menn komu hér og fengu þessi starfsleyfi og settu upp starfsmannaleigur og ráða sjálfir hvað þeir borga mannskapnum. Það er bara svoleiðie. Auðvita mergsjúga þeir kerfir enda engir viðvaningar sérstaklega pólvrjarnir.
Valdimar Samúelsson, 29.9.2015 kl. 09:20
Ætla Dagur B og meirihluti borgarstjórnar ekkert að gera gagnvart þessum MANNRÉTTINDABROTUM??????
Jóhann Elíasson, 29.9.2015 kl. 09:44
Óttalegt bull er þetta.
Ástæðan er að framsjallar setja enga fjármuni í eftirlit og etirfylgni með mannréttindabrotum framsjallafyrirtækja enda var kosningaupplegg þeirra að afnema ætti ,,allt íþyngjandi eftirlit" eins og þessir skrattakollar orða það svo smekklega.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.9.2015 kl. 10:43
ÓBK samur við þig ! Blindur á öðru aug og sjónlaus á hinu þegar kemur að sósunum þínum í Einsmálslandsölufylkingu hinnar björtu framtíðar með vinstri grænu slagsíiðuna.
Hvað gerði þessi söfnuður þegar hann sat við stjórnvölinn í þessum efnum ? ? ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.9.2015 kl. 12:13
Íslenskir verktakar níðast á starfsmönnum. ESB að kenna. Ég held að ég hafi náð þessu.
Jón Ragnarsson, 29.9.2015 kl. 13:31
Ég var svo barnalegur að halda að það væru stjórnendur fyrirtækja sem réðu fólkið á svona kjörum.
Ómar Ragnarsson, 29.9.2015 kl. 13:31
Tek undir með Ómari! Þetta hefur ekkert með ESB að gera! Heldur eru það atvinnurekendur sem eru að kaupa sér þjonustu frá erlendum starfsmannaleigum eða ráða menn inn á þessum kjörum.Eða eins og segir í greininni:
"
Alþjóðastofnanir hafa varað við þessari þróun. Í nútímahagkerfum eru alþjóðaauðhringir eins og
Rio Tinto Alcan að taka meira og meira út úr hagkerfum samfélaga án þess að greiða þar eðlilega skatta og laun. Í staðinn þurfa þessi samfélögin að leggja auknar álögur á þegnana.
Þetta er raunveruleiki sem er að gerast í álverinu í Straumsvík. Svipað er að gerast í tengslum við fjárfestingarsamninga sem gerðir hafa verið við United Silicon og Thorsil í Helguvík og vegna uppbyggingar á Bakka við Húsavík
Hvers konar fyrirtæki koma til með að reisa væntanlegar verksmiðjur og setja upp búnaðina í þær?
Ég hef frétt af einu sem ætlar að því ég best veit, að koma með erlenda aðila til að setja upp búnað. Þá er ég ekki að tala um starfsmenn framleiðandans, heldur erlendan verktaka."
Magnús Helgi Björgvinsson, 29.9.2015 kl. 16:38
Það er vissulega stór ráðgáta, Ragnhildur Kolka.
Gunnar Heiðarsson, 29.9.2015 kl. 20:49
Það hefur lengi verið vitað og varað við því að starfmannaleigur þurfa ekki að virða kjarasamninga innan ESB, ef höfuðstöðvar atvinnurekanda er utan landamæranna þar sem starfað er.
En enginn vildi hlusta á þær viðvaranir. Allir vildu mera með í friðar og kolabandalaginu réttindalausa.
Ástandið er ekki endilega betra utan ESB, enda er Ísraels-Vatíkans-Píramídastjórinn ekki verkamaður á lágum launum hjá opinberum launakerfum einstakra ríkja, heldur alríkisstjóri tilvonandi Alþjóðabankaríkisins einokunarkúgandi.
En það má víst ekki segja frá því opinberlega. Alla vega ekki fyrr en allir eru hengdir í bankaræningjalánastofnana-snöru ALRÍKISINS.
Verði okkur öllum að góðu, eftir næsta heimsbankarán!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.9.2015 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.