Laugardagur, 26. september 2015
Pútín verður fyrirmynd Þjóðverja
Þjóðverjar draga fram rauða dregilinn fyrir Pútin Rússlandsforseta. Die Welt segir Pútin stofuhæfan á ný eftir að Bandaríkin og Evrópusambandið reyndu að gera Rússa að hornkerlingu vegna Úkraínudeilunnar.
Ástæðan fyrir stóraukinni velvild Þjóðverja til Pútín er holskefla múslímskra flóttamanna sem skellur á meginlandi Evrópu frá mið-austurlöndum, einkum Sýrlandi. Bandaríkin eru að stórum hluta ábyrg fyrir borgarastyrjöldinni í Sýrlandi og Írak, sem er afleiðing af innrás Bandaríkjanna í Írak árið 2003.
Aukinn hernaðarviðvera Rússa í Sýrlandi gefur evrópskum stjórnmálamönnum von um stöðugleika í þessum heimshluta sem gæti dregið úr flóttamannastraumnum til Evrópu.
Eftir því sem vegur Pútín vex í Evrópu gætir meiri tortryggni gagnvart Bandaríkjunum. Ekki aðeins klúðruðu Bandaríkin mið-austurlöndum heldur líka Úkraínu-málinu. Bandaríkin keyrðu áfram þá þróun að Úkraína yrði Nató-land sem fyrst - en rákust þar á rússneskan vegg. Í framhaldi var búið til lítt ígrundað viðskiptabann á Rússa, sem smáríki eins og Ísland bera hitann og þungann af.
Næstu nágrannar Rússa í Evrópu, til dæmis Eystrassaltsríkin, eru ekki alltof kát með vaxandi pólitískan styrk Pútíns og Rússa. Greinendur með þann bakgrunn leggja áherslu á hve hættulegt það er bandarískum og evrópskum hagsmunum að Rússar styrkist.
Tilraunir til að setja ,,rétt" sjónarhorn á fyrirætlanir Rússa í Sýrlandi leiða til skrítinna fyrirsagna, eins og Rússar gætu hjálpað Ríki íslams ætlunarverk sitt, að stofna kalífadæmi, með því að styðja Assad Sýrlandsforseta, sem er svarinn andstæðingur Ríkis íslam.
Í stóra samhenginu er lykillinn að öflugri Pútín veik og sjálfri sér sundurþykk Evrópa annars vegar og hins vegar ráðleysi Bandaríkjanna í alþjóðamálum.
Hafa farið eftirlitsflug yfir Sýrland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.