Föstudagur, 25. september 2015
Krónusamsæri forstjóranna
Íslenskir forstjórar komast upp með það trekk í trekk að skenkja sjálfum sér ósjálfbær laun. Launaskrið forstjóranna fer niður í millistjórnendur.
Þegar, seint og um síðir, launaskriðið nær til almennra starfsmanna stökkva forstjórarnir til og heimta gengisfellingu krónunnar. Forstjórakórinn syngur einum rómi þar sem tóninn er sleginn í höfuðstöðvum þeirra í Borgartúni.
Forstjórarnir læra ekki sína lexíu fyrr en fyrirtækin þeirra fara á hausinn vegna ósjálfbærrar launastefnu.
Í stað gengisfellingar eigum við að fara gjaldþrotaleiðina.
Aldrei aftur haftalaus króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er rétt hjá þér, launaskriðið leitar frá toppnum og niður á við - eins og skriður gera yfirleitt Merkilegt hvernig allir tala alltaf um að það leiti upp á við - meira að segja verkalýðsforingjarnir!
Starbuck, 25.9.2015 kl. 21:43
Hárrétt hjá þér Páll. Og setja jafnframt strangar reglur sem útiloka kennitöluflakk
Þórir Kjartansson, 26.9.2015 kl. 08:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.