Miðvikudagur, 23. september 2015
Baráttan um söguþráðinn í pólitíkinni
Pólitík snýst að stóru hluta um söguþráðinn. Pólitískur söguþráður er að tengja óskylda hluti í samfellu. Á síðasta kjörtímabili reyndu vinstriflokkarnir að spinna þann söguþráð innviðir stjórnkerfisins væru ónýtir á Íslandi, þess vegna yrði Ísland að fá nýja stjórnarskrá og ganga í ESB.
Vinstrimenn misstu tökin á söguþræðinum með því að þráðurinn um ónýta Ísland hitti þá sjálfa fyrir. Afleiðingin var stórtap í þingkosningunum 2013.
Í Ísraelsmáli borgarstjórnar vinstriflokkanna töpuðu vinstrimenn söguþræðinum þegar í upphafi, skrifar verseraður blaðamaður úr þeirra röðum, Atli Þór Fanndal.
Atli Þór vill pólitískt höfuð Dags og félaga á fati með þessum rökum:,,Lúserar eru bara ekki aðlaðandi."
Ráðlegging Atla Þórs er að Dagur og vinstrimenn hefðu betur haldið til streitu viðskiptabanni Reykjavíkur á Ísrael. Í herfræðilegu samhengi er það sambærilegt að Bretar hefðu barist til síðasta manns í Dunkirk.
Til að spinna söguþráð þarf eftirlifendur úr síðustu pólitísku orustu.
Stjórnmál ekki grínþáttur eða uppistand | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.