Miðvikudagur, 23. september 2015
Tilraun til að lögmæta gyðingahatur hnekkt
Með afturköllun borgarstjórnar á tillögu um viðskiptabann á Ísrael var hnekkt tilraun vinstrimanna að gera gyðingahatur lögmætt. Engin rök standa til þess að velja Ísrael sérstaklega til að herja á vegna deilna sem þeir eiga við nágranna sína.
Einfaldur samanburður, líkt og Hans Haraldsson gerir, sýnir svo ekki verður um villst að hvatirnar að baki tillögunni voru ekki virðing fyrir mannréttindum eða mannelska heldur hrátt hatur á fólki sem evrópsk hefð er fyrir að hata.
Í skjóli umræðuleysis eiga hatursfullir einstaklingar greiða leið að stjórnkerfum hér á landi. Einkum þegar um er að ræða einfeldninga eins og þá sem mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur.
Umræðan afhjúpaði viðrinishátt vinstrimeirihlutans í Reykjavík.
Samþykktu að draga tillöguna til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það þarf einbeittan vilja til að sjá gyðingahatur í þessu blessaða máli. Það eru ekki bara gyðingar í Ísrael en líklega eru þeir um 75% íbúanna.
Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 23.9.2015 kl. 09:01
Mjög einbeittan vilja Sigurður Helgi. En svona samfylkingarmenn eins og Páll eru annars vegar, þá er von á ÖLLU
Jónas Ómar Snorrason, 23.9.2015 kl. 11:57
Sigurður M Grétarsson, 24.9.2015 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.