Launastefna lýðveldisins, verkefni verkalýðshreyfingar

Eftir hrun var friður á vinnumarkaði. Launamenn könnuðust við alvarlega stöðu þjóðarbúsins og sömdu um hóflegar launahækkanir.

Rökrétt framhald af skynseminni sem réð ríkjum eftir hrun væri að móta almenna launastefnu sem tæki mið af heildarhagsmunum.

Með því að verkalýðshreyfingin var ráðandi aðili í stærstu fyrirtækjum landsins, í krafti lífeyrissjóða, voru allar forsendur að móta launastefnu á almennum markaði sem gætu verið fyrirmynd að samningum opinberra starfsmanna.

Illu heilli lét verkalýðshreyfingin tækifærið sér úr greipum ganga og kjarasamningar fóru i gamalkunnan farveg.

Það ætti ekki að vera óyfirstíganlegt að móta almenna launastefnu sem yrði viðmið fyrir kjarasamninga. Verkalýðshreyfingin á almenna markaðnum yrði að láta af þeim ósið og semja um lágmarkslaun en taka upp raunlaunastefnu, sem gildir í opinbera geiranum. 

 


mbl.is Gengur ekki upp að breikka bilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband