Föstudagur, 18. september 2015
Berlín er einnar messu virði - kristnir ofsóttir
Þýskur prestur lútherskirkjunnar í Berlín er búinn að skíra 150 múslíma frá Íran og Afganistan það sem af er ári. Í þessum Berlínarsöfnuði eru um 600 fyrrum múslímar. Múslímskir flóttamenn sem snúast til kristni eiga meiri von um hæli í Þýskalandi en hinir sem halda í trú feðranna.
Presturinn, Gottfried Martens, segir trúskiptingu þriggja mánaða ferli. Til að fá skírn þarf fólk að kunna boðorðin tíu, faðirvorið, trúarjátninguna og sakramentin. Martens segir af og frá að einhverjir taki kristni til að fá hæli í Þýskalandi - hann myndi sjá í gegnum þykjustutrúmenn.
Martens segir þá sem taka kristni iðulega verða fyrir aðkasti annarra múslíma og jafnvel líkamsmeiðingum. Trúfrelsi er ekki viðurkennt í menningarheimi múslíma. Presturinn í Berlín óttast að kristnir verði að fara í felur með trú sína fari svo sem horfi að öfgahreyfingu múslíma vaxi fiskur um hrygg.
Líflátshótun eina von flóttafólks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.