Dauðinn, Jesú og Múhameð sem kommúnisti

Stóru táknin eru dregin fram í umræðunni um múslímska flóttamenn frá mið-austurlöndum til Evrópu. Barnslík í flæðarmálinu er tákn um vonsku heimsins sem lætur trú og pólitík tortíma saklausu lífi.

Jesú er tákn vestrænnar menningar sem á undir högg að sækja vegna þjóðflutninga múslíma. Í Evrópu vex sú tilfinning að fylgismenn spámannsins séu í sama hlutverki gagnvart vestrænni menningu og germanskir þjóðflokkar gagnvart Rómarveldi í lok fornaldar.

Hálfmáni Múhameðs er kominn í hlutverk hamars og sigðar kommúnismans sem ógnvaldur hnignandi Evrópu.

 


mbl.is Hugleikur: Vestræn menning mikilvægari en líf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvernig í fjáranum getur það verið að litli sósíalistinn frá Nazaret sé tákn vestrænnar menningar? Það er nákvæmlega ekkert í fari vestrænnar menningar, sem bendir til, að hún sé undir áhrifum af boðskap Jésú karlangans.

Jóhannes Ragnarsson, 18.9.2015 kl. 09:17

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Öll verkalýðsbaráttan í evrópu byggir á boðskap Jesú. Andstæða yfirstéttarinnar hefur ætíð verið mótsögn við boðskap hans.

Það eru ekki nema rúm hundrað ár síðan að sauðsvartur almúginn þorði að gera kröfur samkvæmt boðskap hans. 

Áður fyrr voru þessir sauðsvörtu bara drepnir

Kristbjörn Árnason, 18.9.2015 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband