Fimmtudagur, 17. september 2015
Reykjavík gerir gyðingahatur að útflutingsvöru
Ást borgarfulltrúa á Palestínumönnum gerir Reykjavík að miðstöð fyrir gyðingahatur.
Kjánaprikin við Tjörnina vita ekki að sérlega ljótar hvatir ferðast á ljóshraða um heiminn allan.
Hver er greindarvísitala borgarfulltrúa vinstrimanna?
Ósvífni sjálfumglaðra slettireka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Íslendigar eru á móti hernám og ýfigang ísrael í Palestinu. Þar er ekki hatur að segja hingað og ekki lengra. Burt með hernámið. Frjáls Palestina
Salmann Tamimi, 17.9.2015 kl. 20:44
Síðan hvenær hefur "Palestína" verið þjóðríki???? "Palestínu" ríki hefur aldrei verið til, af hverju????? Vegna þess að engir "Palestínumenn" voru til og ekkert land sem hét "Palestína".
Ísraelsmenn eru ekki og hafa ekki hernumið eitt eða neitt. Þegar arabar ætluðu að útrýma Ísrael 1967 í sex daga stríðinu, unnu þeir Samaríu, en svo kallaðir "Palestínumenn" vilja ólmir komast yfir það fjalla hérað, því þá geta þeir skotið eldflaugum sínum niður á bæi Ísraelsmanna þar fyrir neðan, en aðeins örfáir kílómetrar eru þaðan að sjávarströnd. Það myndi reynast Ísrael ómögulegt að verjast ef svo færi að "Palestínsk" stjórnvöld og aðrir hryðjuverkahópar kæmust yfir þetta hérað.
Ég lái Ísrael ekki að halda í þann rétt að verjast ógnum þeirra sem vilja þá feiga.
Þegar Ísraelsmenn ráðast á "Palestínumenn" að ósekju, þá er tekið á því skv. Ísraelskum lögum og brotamenn látnir særa refsingu. Þegar "Palestínumenn" ráðast á Ísraelsmenn að ósekju, eru brotamenn hylltir af "Palestínskum" stjórnvöldum og þeir eru heiðraðir með fjárgjöfum.
Hvort ætti ég frekar að standa með "Palestínskum" stjórnvöldum eða Ísrael?? Í mínum huga er það ekki spurning að ég stend með Ísrael, eina lýðræðisríkinu í Miðaustur löndum. Í Ísrael býr yfir 1,5 milljónir araba, kristinna og múslímska, sem hafa fullgildan ríkisborgararétt. Auk þess býr þar fólk af ýmsum öðrum trúarbrögðum. Í "Palestínu" eiga kristnir undir högg að sækja vegna ofsókna af hálfu múslíma. Á ég að styðja það???? Nei takk, það geri ég ekki.
En ég styð þá mörgu "Palestínumenn" sem vilja í raun og sann lifa í sátt og samlyndi við nágranna sína, Ísraelsmenn.
Ég veit að Ísraelsmenn vilja lifa í sátt og samlyndi við "Palestínumenn", en reynsla þeirra af samskiptum við þá gefur ekki mikla von, en þar eiga "Palestínsk" stjórnvöld og aðrir hryðjuverkahópar mestu sökina.
Tómas Ibsen Halldórsson, 17.9.2015 kl. 21:26
Tómas ég tek undir með þér.
Helga Kristjánsdóttir, 17.9.2015 kl. 23:53
Nú skríða mestu mannhatarar þjóðarinnar úr holum sínum og hrópa: Gyðingahatarar! Gyðingahatarar! Þetta er hlálegt lið. Samt finnst mér að sveitarfélög eigi ekki að skipta sér af utanríkispólitík. En viðbrögðin eru fyndin, fólk er fyndið.
Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 18.9.2015 kl. 00:21
Sæll Sigurður
Mikið er gott hversu vel að þér þú ert um málefni Ísraels og "Palestínu", betra væri ef fleiri væru eins og þú.
Þú veist líklega um þau hryðjuverk sem Ísraelar frömdu við landamærin að Gaza í fyrra þegar þeir settu upp sjúkratjöld til að hlúa að særðum "Palestínumönnum", en þangað leituðu fjöldi fólks, hvílíkt óréttlæti. Eða sjúkraskýlin sem þeir eru með við landamærin að Sýrlandi, en þangað kemur fjöldi manna. Það eina sem þeir fara fram á er að þeir karlmenn sem þangað leita séu vopnlausir. Ekki er spurt hvort þeir séu hermenn Sýrlensku stjórnarinnar, hryðjuverkamenn s.s. ISIS eða óbreyttir borgarar, allir fá aðhlynningu.
Þú veist líklega einnig að fyrir tveimur til þremur árum leitaði eiginkona Abbas [ekki veit ég hvort hann á eina eiginkonu eða fleiri] til sjúkrahúss í Ísrael til að fá læknisaðstoð. Hvílík skömm að hlúa að "Palestínumönnum" ég tala nú ekki um svo háttsett fólk, ef það eru ekki hryðjuverk þá veit ég ekki hvað. Meðan á stríðinu við Gaza í fyrra fékk dóttir Haniyeh leiðtoga Hamas aðhlynningu á sjúkrahúsi í Ísrael, ekki var það vegna þess að hún hafði særst í árásum hryðjuverkamannanna í Ísrael, heldur var einhver sjúkdómur að hrjá hana.
Daglega leita "Palestínumenn" á náðir Ísraels til að fá aðhlynningu sem þeir fá ekki í "Palestínu" og ekki borga þeir krónu fyrir, hvorki Abbas eða Haniyeh.
Nei kæri Sigurður, mér þykir það ljóst að þú veist ósköp lítið um hvað er að gerast á þessum slóðum. Í fyrra kvartaði kona á Gazasvæðinu undan yfirmönnum Hamas að þeir skuli leggja líf og limi Gazabúa í hættu með því að láta fólk vera þar sem þeir skjóta eldflaugum vitandi að Ísrael muni svara. Kona þessi birtist á youtube þar sem hún úthelti skömmum yfir leiðtoga Gaza. Hún hvarf af yfirborði jarðar og Ísrael kennt um.
Ísrael vinnur hörðum höndum að því að bjarta lífum, jafnt Ísraelsmanna sem og "Palestínumanna". "Palestínumenn" vinna hörðum höndum að því að eyða lífum, jafnt Ísraelsmanna sem og "Palestínumanna". Þeir líta á það sem hagsmuni sína ef nógu margir "Palestínumenn" falla fyrir hendi Ísraelsmanna og ekki síst ef um börn og konur eru að ræða. Ef þeim finnst Ísraelsmenn ekki gera nót í að fella "Palestínsk" börn, þá gera þeir það sjálfir og kenna Ísraelsmönnum um.
Ekki hlusta á einhliða áróður RUV eða 365 miðla Sigurður, kynntu þér málin sjálfur, af nógu er að taka t.d. á youtube, en þar má sjá sjúkrabíla á "Palestínsku" yfirráðasvæði og börur bornar með deyjandi manni á sem stendur síðan upp og gengur á braut þegar að sjúkrabílnum kemur. Mýmörg dæmi eru um akkúrat þetta, en það má klippa þetta til áður en sett er í loftir af BBC, CNN, RUV og Stöð2 svo það falli að pólitískum rétttrúnaði.
Tómas Ibsen Halldórsson, 18.9.2015 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.