Birgitta: þjóðaratkvæðagreiðslur fækka kjósendum

Birgitta Jónsdóttir stjóri Pírata viðurkennir að þjóðaratkvæðagreiðslur fækki kjósendum, þeir einfaldlega sitji heima. Jafnvel í stórum og afdrifaríkum málum eins og stjórnarskrá lýðveldisins mun fólk unnvörpum ónýta kosningaréttinn.

Birgitta viðurkenndi þetta í ræðu í eldhúsdagsumræðum á alþingi þegar hún hélt fram þeirri kröfu að atkvæðagreiðsla um stjórnarskrá skyldi fara fram samhliða forsetakjöri. Orðrétt sagði Birgitta 

Í fyrsta lagi eru þetta óþarfa áhyggjur hjá forsetanum um að kosningar um stjórnarskrárbreytingar samhliða forsetakosningum verði ólýðræðislegar - það er einmitt eina mögulega leiðin til að tryggja nægilega þátttöku almennings.

Þegar fyrir liggur játning frá helsta talsmanni þjóðaratkvæðagreiðslna, að almenningar muni upp til hópa ekki greiða atkvæði, þá er ábyrgðarhluti að taka undir þetta nýmæli.

Almenningur hefur ekki áhuga á þjóðaratkvæðagreiðslum aðeins fámenn elíta. Ábyrgir stjórnmálaflokkar eltast ekki við elítukenjar.

 

 


mbl.is Beint lýðræði þegar það hentar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er gífurlega mikilvægt fyrir fjórflokkinn að snúa sér að Birgittu af alefli.
Það er aldrei að vita nema einhver taki ennþá mark á varðliðum risaeðlanna.

Árni Gunnarsson, 15.9.2015 kl. 17:01

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Góð ábending hjá Birgittu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.9.2015 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband