Schengen búið að vera, ESB líka

Schengen heita sameiginleg landamæri Evrópusambandsins. Schengen á að tryggja eitt af fjórfrelsunum, þ.e frjálsa för fólks.

Voldugasta ríki ESB, Þýskaland, ákveður að afnema Schengen ,,tímabundið" með þeim rökum að flóttamenn séu óviðráðanlegt vandamál án þýskrar gæslu landamæranna.

Tímabundið afnám Schengen voldugasta ESB-ríkisins er fordæmi sem ekki verður kveðið í kútinn í bráð. Aðrar þjóðir munu fylgja í kjölfarið.

Stórveldi taka sér mislangan tíma að leysast upp í frumeindir sínar. Rómverjar tóku sér 250 ár eða þar um bil; Sovétríkin í kringum tíu. Hvað ætli ESB þurfi langan tíma?


mbl.is Flóttafólk stöðvað á landamærunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Getraun? 7 ár! Stefni að því að upplifa það. 

Helga Kristjánsdóttir, 13.9.2015 kl. 23:20

2 Smámynd: Aztec

Nei, Páll, Sovétríkin entust tæp 70 ár, frá 1922 til 1991. Með hliðsjón af því verð ég því miður að gefa ESB 20 ára líf í viðbót, en sem farlama, helsjúkt miðstýrt, ólýðræðislegt ríkjasamband í stöðugu upplausnarástandi. En eftir 20 er öllum orðið sama og þá fara allir heim. Evran verður þó hrunin löngu áður.

Hvað varðar landamæragæzlu, þá hefur verið gæzla áður við innri landamæri Schengens í Þýzkalandi, en það var ekki talað hátt um það. En það fréttist vegna fávitaskapar embættismanna ESB.

Forsagan er sú, að fyrir nokkrum árum eftir að Dansk Folkeparti, sem alla tíð hafa verið á móti opnum landamærum hafði lagt til við þáverandi VK-stjórn, að það yrði tekin upp vegabréfaskoðun við þýzk-dönsku landamærin á Suður-Jótlandi, aðallega til að stöðva ránsferðir glæpagengja frá A-Evrópu til Danmerkur. Þessi gæzla var samt ekki sett í framkvæmd. En þetta fréttist í Bruxelles á nokkrum sekúndubrotum og framkvæmdastjórnin bölvaði þessu sjálfsagða tiltaki í sand og ösku. Lítill hópur embættismanna frá Bruxelles var fljótlega gerður út af örkinni til að kanna málið. Þessir embættismenn flugu umsvifalaust til Malmö í Svíþjóð og voru svo keyrðir að Öresundsbron og horfðu yfir brúna í átt til Danmerkur. Svo fóru þeir yfir brúna og horfðu yfir Øresundsbroen yfir til Svíþjóðar. Eftir dágóða stund voru þeir ánægðir með að ekkert óæskilegt væri í gangi og flugu aftur heim til Bruxelles án viðkomu á Suður-Jótlandi. Danir gerðu óspart grín að þessu, enda eru þeir vanir því, að embættismenn ESB séu slefandi hálfvitar.

En í framhaldi af þessu ákvað danska utanríkisráðuneytið að kanna málið og hringdi í öll ráðuneyti í ESB-ríkjunum. Þá fengu Danirnir að vita, að það væri landamæragæzla/vegabréfaskoðun á ekki færri en tíu stöðum innan Schengens, þ.á.m. á einum stað við þýzk-pólsku landamærin. En þeir í Bruxelles þögðu þunnu hljóði. Ekki gekk að gagnrýna þýzka ráðamenn fyrir brot á Schengen-reglunum, en sjálfsagt að vilja refsa Dönum fyrir að hugsa upphátt, því að Danmörk er lítið land, bara lítið eitt stærra en Belgía, sem skv. Nigel Farage er ekki alvöru land.

Aztec, 14.9.2015 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband