Föstudagur, 11. september 2015
Þjóðaratkvæðagreiðslur og óþarfir stjórnmálaflokkar
Stjórnmálaflokkar eru á framfæri almennings með þeim rökum að þeir setji saman pólitíska valkosti sem þjóðin tekur afstöðu til í kosningum. Á milli kosninga er ætlast til þess að stjórnmálaflokkar standi fyrir pólitískri umræðu er endurskoði pólitíska stefnu í ljósi reynslu og nýrra hugmynda.
Ef þjóðaratkvæðagreiðslur verða teknar upp um helstu mál vera stjórnmálaflokkar óþarfir. Þjóðin mun skipa sér í fylkingar m.t.t. þess máls sem fer til atkvæða hverju sinni. Samfellan hverfur í pólitískri umræðu sem stjórnmálaflokkar tryggja við núverandi fyrirkomulag.
Fyrirsjáanlega verður stjórnmálaumræðan brotakenndari og æsingaumræðan eykst ef við hverfum frá núverandi fyrirkomulagi fulltrúalýðræðis yfir í kerfi með reglulegum þjóðaratkvæðagreiðslum.
Athugasemdir
Er engin þörf fyrir stjórnmálaflokka í Sviss?
Jón Bjarni, 11.9.2015 kl. 20:28
Eða í Bandaríkjunum.. þar sem regulega er kosið um ýmislegt samhliða almennum kosningum
Jón Bjarni, 11.9.2015 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.