Árni Páll skilur ekki gjaldmiðla

Rikasta fólkið í Grikklandi heldur dauðahaldi í evruna enda auðvelt að flytja auðæfi úr landi þegar gjaldmiðillinn er alþjóðlegur. Evran veldur fátækt í Grikklandi. Annað hver undir þrítugu er atvinnulaus vegna evrunnar. Og vegna evrunnar eru þjóðarskuldir Grikkja 200 prósent af landsframleiðslu.

Hér heima segir formaður Samfylkingar: ,,krónan er ónýt." En það einmitt með krónuna sem Ísland komst hratt og vel frá kreppunni sem Árni Páll og Samfylking kölluðu yfir okkur 2008. Hér er full atvinnu og Ísland skuldar eitthvað um 60 prósent af þjóðarframleiðslu. Árna Páli finnst það ómögulegt ástand.

Nóbelshagfræðingurinn Paul Krugman skrifar pistil um gjaldmiðla og ber saman dollara fjögurra engilsaxneskra þjóða. Hans niðurstað er að gjaldmiðlar smáþjóða standist vel samanburð við lögeyri stórþjóða og að gengisaðlögun sé mikilvægt tæki efnahagsbúskapar fullvalda þjóða.

Ekkert af þessu skilur Árni Páll Árnason. Líklega er það einmitt þess vegna sem hann er formaður Samfylkingar.


mbl.is „Þetta snýst ekki um mig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þökk sé fyrir þær nýjustu upplýsingar um orsakir Hrunsins, að það hafi eingöngu verið Árna Páli og Samfylkingunni að kenna, "Árni Páll og Samfylking kölluðu yfir okkur 2008."  Það þarf sennilega ekki að rökstyðja þetta frekar, annars væri það varla fullyrt án frekari skýringa, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur komu þarna greinilega hvergi nærri. 

Ómar Ragnarsson, 6.9.2015 kl. 13:26

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvað sem því líður hef ég orðið áþreifanlega vör við að ,brottflognir, eru að týnast heim. Fjögurra manna fjölskylda frændfólks míns kemur núna eftir 6 ára útivist í Noregi og er heldur betur fagnað. 

Helga Kristjánsdóttir, 6.9.2015 kl. 14:08

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Árni Páll og Samfylking voru í ríkisstjórn þegar hrunið skall á. Í aðdraganda hrunsins fyllti Samfylking klappstýruflokk auðmanna enda fékk flokkurinn ríkulegan stuðning frá Baugi - í gegnum fimm kennitölur. En, sem sagt, Samfylkingin ber ekki ein ábyrð á hruninu, enda er það ekki sagt í pistlinum hér að ofan.

Gaman að heyra að íslenskar fjölskyldur séu að koma heim frá næst besta landi í heimi - Noregi.

Páll Vilhjálmsson, 6.9.2015 kl. 14:56

4 Smámynd: Jón Ragnarsson

Sama ástæða og flest stærstu fyrirtæki íslands gera upp í evrum. Meðan pöpullinn étur það sem úti frýs. Þetta skilur ekki Páll. 

Jón Ragnarsson, 6.9.2015 kl. 17:07

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ef kjör almennings á Íslandi í dag, Jón, eru að ,,éta það sem úti frýs" hvað heitir tilveran þá í Grikklandi með evru?

Páll Vilhjálmsson, 6.9.2015 kl. 19:39

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kreppan á Íslandi, að því marki sem hún snerti almenning, fólst fyrst og fremst í hruni gjaldmiðils sem verið hafði allt of hátt skráður lengi. Sú falska gengisskráning með viðeigandi alltof háum vöxtum, var líka stór ástæða fyrir innstreymi erlends lánsfjár sem átti sinn þátt í falli bankanna. Þetta er hættan við sjálfstæðan gjaldmiðil í spilltu, litlu, vinstrisinnuðu samfélagi. Auðvitað er ekki þar með sagt að upptaka annars gjaldmiðils sé endilega lausnin.

En góð niðurstaða fæst aldrei meðan menn byrja ávallt á að skipa sér í sveit hver með sínum gjaldmiðli, líkt og um einhverja guði sé að ræða. Þessi athugasemd á jafnt við um Árna Pál Árnason og Pál Vilhjálmsson.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.9.2015 kl. 21:24

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það eru aðeins þeir sem eru daufblindir í pólítik sem treysta sér til að verja ónýta krónu og stöðu mála á Íslandi.

Páll er einn af þeim, þessi fyrrum formaður Samfylkingarfélagins á Seltjarnarnesi

Jón Ingi Cæsarsson, 7.9.2015 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband