Sunnudagur, 6. september 2015
Bandaríkin klúðra ítrekað utanríkismálum
Afskipti Bandaríkjanna af Afganistan og Írak leiddu til aukins ofbeldis, sem ekki sér fyrir endann á. Í Sýrlandi ætlaðuðu Bandaríkin að steypa stjórn Assad en tókst ekki.
Mistök Bandaríkjanna í Írak og Sýrlandi gáfu öfgasamtökunum Ríki íslams færi á að eflast og leggja undir sig stór landssvæði og flæma milljónir burt frá heimilum sínum. Þær milljónir banka nú á dyr Evrópu.
Í Úkraínu stuðluðu Bandaríkin, ástam ESB, að falli Viktor F. Yanukovych forseta landsins í febrúar 2014. Fall hans markaði endalok Úkraínu sem þjóðríkis. Landið er klofið í vestur- og austurhluta og mun ekki gróa um heilt í fyrirsjáanlegri framtíð.
Í stað þess að Bandaríkin stuðli að friði og öryggi í heiminum er stórveldið ítrekað sekt um skammsýni í utanríkismálum.
Óttast aðkomu Rússa í Sýrlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessa skammsýni, mátt þú í raun kenna Evrópu. Ukraína, Lýbía, Afganistan og Júgoslavía voru mistök Evrópu. Þar sem kerlingableiður gengu um, og vildu vera "gott fólk" og bjarga öllum aumingjunum í heiminum (taka má fram, að svona kynþátta öfgakend er með afbrigðum að allir hinir aumingjarnir þurfi á hjálp okkar að halda). Í Júgoslavíu gengu Bandaríkin inn með "stríð" ... og luki málinu. Í öllum hinum tilvikunum, þar sem Evrópa er inblönduð er þetta eftirmynd af Víetnam. Evrópa klúðrar þessu með kerlingavæli, og lætur síðan allt lönd og leið og bíður eftir að kaninn komi og ljúki málinu, með stríði ... og stendur síðan pontu og klagar yfir því hvað kaninn er ógeðslegur.
Þenna viðurstyggilega hugsanahátt Evrópubúa þarf að þurka út.
Evrópa studdi "stríð gegn terror", sem George Bush byrjaði. Orðið "terror" er atviksorð, og hvaða hálfviti sem er hefði átt að gera sér grein fyrir því að þetta stríð án endaloka. Enda erum við enn í Írak, eftir að Saddam er löngu dauður. Og ekki hvurfu menn aftur frá Afghanistan, eftir að bin Ladin var dauður heldur.
Núna fyrst, er ástæða til að fara í stríð. Núna þarf, að gera upp hernaðaráform um hvernig megi ráða niðurlögum ISIS með skjótum árangri. Setja markmið stríðsins, og setja "allt" sem til er í það. Og loka gerlingarvælinu á meðan á því stendur. Þegar þessari "þriggja" mánaða herför er lokið, verður AÐ BYGGJA LÖNDIN UPP AFTUR.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.9.2015 kl. 10:08
Það liggur nú ljóst fyrir að öll aðkoma Bandaríkjanna og auðvirðilegra leppa þeirra í NATO að stjórnarfari ríkja í Austurlöndum nær og fjær er ekkert annað en hrikaleg óafturkræf mistök, líkt og afkvæmið "ISIS" sannar nú svo áþreifanlega.
Ekkert síður má segja að tilurð og framgangur nýnasista í Úkraínu í kjölfar sviðsettrar byltingarinnar og það með augljósum stuðningi ESB og USA, geti ekki kallast annað en tragi-kómiskt, miðað við hverjir halda raunverulega um stjórntaumana í Bandaríkjunum.
Jónatan Karlsson, 6.9.2015 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.