Evrópa á leið í pólitíska ísöld - Íslandi óviðkomandi

Eftir falla kommúnismans fyrir 25 árum stóðu vonir til að þýða yrði milli stærstu þjóða Evrópu. Sú von brást þegar Rússar voru einangraðir frá friðsamlegri þróun með því að ríki Varsjárbandalagsins voru tínd upp í Nató.

Tilvist Nató, eftir að Varsjárbandalagið leið undir lok, var yfirlýsing stóru Vestur-Evrópuríkjanna og Bandaríkjanna að öryggismál álfunnar skyldu ákveðin einhliða. Til skamms tíma gekk það snurðulaust fyrir sig, eða þangað til kom á Úkraínu.

Þá settu Rússar Nató-ríkjunum stólinn fyrir dyrnar. Úkraína verður um fyrirsjáanlega framtíð vettvangur togstreitu stórveldanna. Engin leið er fyrir Nató-ríkin að sigra í þessari deilu. Rússar geta á hvaða tíma sem er sett þrýsting á veikburða Nató-ríki, t.d. Eystrasaltslöndin, og sent rússneska hermenn að berjast í Úkraínu.

Stríðsástandið í Úkraínu mun leiða til erfiðari samskipta þjóða í Austur-Evrópu þar sem sífellt vofir yfir að átökin fari úr böndunum. Þegar flóttamenn frá stríðshrjáðri Úkraínu taka að streyma vestur mun vandinn magnast. 

Ísland á ekki að láta teyma sig út í pólitíska ísöld á meginlandi Evrópu.

 


mbl.is Ítrekaði stuðning við þvingunaraðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband