Fimmtudagur, 3. september 2015
Kommúnisminn hrundi á landamærum; ESB líka
Kommúnisminn hrundi þegar ekki var hægt að stöðva för fólks vestur yfir Berlínarmúrinn. Sumir fóru beint yfir múrinn en aðrir í gegnum Ungverjaland eða Tékkóslóvakíu. Þegar landamæri kommúnistaríkjanna hrundu fór yfirbyggingin sömu leið.
Evrópusambandið stendur frammi fyrir ónýtu Schengen-landamærasamstarfi sökum þess að aðildarríki ESB geta ekki komið sér saman um stefnu í málefnum flóttamanna frá Mið-Austurlöndum og Afríku.
Þjóðríkin munu eitt af öðru taka upp vörslu landamæra sinna. Þar með er einn af fjórfrelsið í hættu, sem er hornsteinn Evrópusambandsins. Eftir að settar eru hömlur á fólksflutninga gætu skorður verið reistar við flæði vöru, þjónustu og fjármagns milli ESB-ríkja.
Schengen að liðast í sundur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekkert Ríki sem getur haldið sjálfstæði sínu nema það sé með landamæragæslu.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 3.9.2015 kl. 16:48
Hvernig er hægt að fá stjórnvöld hér heima til að skilja að það er bráðaðkallandi Jóhann. Hættum að vera hjáróma rödd í simphoníunni,tökum upp lúðrana.- Skrautmælgi eftir sigurinn í Evrópukeppninni gegn Hollandi(:
Helga Kristjánsdóttir, 3.9.2015 kl. 22:04
Ég sé ekki hvernig islendingar koma til með að halda sjálfstæði sínu af því að þeir flokkar sem eru á þingi eru með innflutning flóttamanna og hælisleitanda á tilboði.
Við erum flugrík og vel stödd segir það, en á ekki bót fyrir afturendan á sér, getur ekki einu sinni séð samlöndum sinum fyrir viðunandi lifi. Ef Ísland væri eins ríkt og það lætur líta út með gasprinu í sér, þa væru ekki yfir 5000 sjúklingar á biðlista fyrir skurðaðgerðir og brauðlinur hjálparstarfsemina væru ekki til ásamt svo mörgu öðru.
Þetta er ekkert einsdæmi, USA hefur landamærin opin fyrir alla, ef fólk vill flytja til USA, þa ekki gera það löglega, því þa fáið þið enga fyrirgreiðslu, bara koma sem ólöglegir innflytjendur, þa fáið þið góða fyrirgreiðslu.
Það er flokkur sem mundi stemma stigu við þessum flóttamanna og hælisleitenda innflutningi og það eru Hægri Grænir, en er einhver áhugi fyrir að henda þessum núverandi þingmönnum út af þingi, ekki get ég séð það.
Kistu Ísland bless því verður ekki bjargað frá glötun og verður þriðja heims ríki innan 25 ára eins og USA.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 3.9.2015 kl. 22:34
Það er einmitt að fljúga í gegnum hausinn á mér. Hægri G. þurfa að mynda bandalag og eiga spennandi upplýsandi fjölmiðil.-(og sjálfboða liða) Ef sjálfstæðið tapast sé ég ekki fyrir mér þá séríslensku frjálsu glöðu æsku sem maður hefur alið og alist upp með.Í Evrópu innleiðir Elitan lög sem þeim hentar til að ráða ríkjum. Ég spurði formann annars stjórnmálaflokksins í aðdraganda kosninga 2013,hvort hann styddi það að segja upp Shengen,svarið var nei.Það var nú bara eitt af mörgu sem maður spurði um,en var besti kostur þá að kjósa,til að koma Esb.sinnum frá. En nú virðist fokið í flest skjól. Aldrei að gefast upp.
Helga Kristjánsdóttir, 4.9.2015 kl. 00:27
Það virðist hafa farið fram hjá þér að Austur-Þjóðverjar flúðu vestur yfir múrinn, yfir í ESB ríkið Vestur-Þýskaland. Sama gerðu allir Austur-Evrópumenn sem flúðu vestur yfir í frelsið í ESB! Og flóttamenn úr Mið-Austurlöndum og frá Afríku og Asíu flýja til Evrópusambandslanda! Löndin sem eru í krísu hljóta nú að vera löndin sem fólk flýr frá, eða er það ekki? Svo er það mál fyrir sig að það kostar peninga og fyrirhöfn að bjarga mannslífum, en ESB er ekki í krísu þess vegna. En ég geri svo sem ekki ráð fyrir rökhugsun í þessum pistlum. Seinni punkturinn er ekki gáfulegri. Ferðafrelsi innan Schengen svæðisins er hugsað fyrir eigin borgara landanna með gild skilríki. Sömuleiðis fyrir útlendinga með gild skilríki og stundum vegabréfsáritun að auki. Það sem mun gerast er að landamæragæsla fyrir ferðir inn á svæðið verður sameiginlegt verkefni og hún verður hert. Þar fyrir utan koma núna í fyrsta sinn samhæfðar aðgerðir í málum hælisleitenda og flóttamanna. ESB mun koma sterkara út úr þessum viðburðum.
Sæmundur G. Halldórsson , 4.9.2015 kl. 07:25
Ertu að bera saman flótta heilbrigðra á landi yfir múrin og þennan hrylling yfir sjó á yfirfullum skektum.Hvernig sem Schengen fyrirbrigðið er hugsað,hefur það valdið vandræðum og sést e.t.v.á þeirri staðreynd að eftirlitið verður hert--hvort sem það er/var fyrir eigin borgara landanna,með gild skilríki,eða fyrir útlendinga,með gild skilríki og stundum vegabréfsáritun að auki, hverjir eru þá eftir?
Helga Kristjánsdóttir, 4.9.2015 kl. 09:07
Helga: Þá eru auðvitað engir eftir! Flest Evrópulönd krefjast þess að menn gangi með einhver persónuskilríki á sér. Alls staðar tíðkast alvöru nafnskírteini (sem ekki eru til hér á Íslandi). England hefur enga slíka skyldu og það er ein aðalástæða þess að svo margir vilja komast þangað. En það er erfitt þar sem landið er eyja og utan Schengen og hart eftirlit.
Grundvallaratriði Schengen er auðvitað virkt landamæraeftirlit og að þeir sem koma inn á svæðið geri það með löglegum hætti. En núna ríkir neyðarástand í löndunum suðaustan og sunnan við álfuna og þá þarf að finna nýjar lausnir. Ég skil svo alls ekki þetta tal þitt um heilbrigða! Þeir sem eru á flótta eru flestir heilbrigðir. Þeir eru á flótta undan morðingjum eða óþolandi eymdarástandi.
Þú virðist svo alls ekki hafa skilið aðalpunktinn: Krísulöndin eru þau lönd sem fólk flýr frá! Hins vegar vilja milljónir eða milljarðar manna ekkert frekar en geta flutt til Evrópusambandslandanna sem ykkur finnst svo hræðileg.
Sæmundur G. Halldórsson , 4.9.2015 kl. 11:32
PS: Það var svo sannarlega líka hryllingur að flýja yfir múrinn eða yfirleitt yfir járntjaldið. Fólk var skotið í bakið eða átti á hættu að stíga á jarðsprengjur. Mörg hundruð manns dóu við það. En annars er það sambærilegt: Fólk setti líf og limi í hættu til að flýja yfir til Vestur-Evrópu í lönd Evrópusambandsins!
Sæmundur G. Halldórsson , 4.9.2015 kl. 11:35
PS: Af hverju ætti ekki að bera saman flótta yfir múrinn eða járntjaldið og það sem nú er að gerast? Fólk lagði líf sitt og limi í stórhættu til að komast yfir í öryggið, frelsið og velmegunina vestan megin í Evrópusambandinu! Menn áttu á hættu að vera skotnir í bakið eða að stíga á jarðsprengju. Þá eins og nú var fólk á flótta undan ofsóknum, alræði og almennri eymd. Munurinn er náttúrulega sá að flóttafólk frá Sýrlandi, Írak og Líbíu er að flýja villimannlegt stríð. Helsti munurinn er þó sá að Austur- og Vesturþjóðverjar voru sama þjóð og allir sem flúðu vestur yfir fengu strax Vesturþýskan passa. En þetta gilti ekki um aðrar þjóðir fyrir austan járntjald.
Sæmundur G. Halldórsson , 4.9.2015 kl. 12:21
Sæll! satt að segja hljóp ég frá þessu "Hverjir eru þá eftir"? -Hverjir eru þeir eftirsóknarverðu kostir Schengen,sem þjóðríkjum finnst auðvelda öllum að komast í gegn,en gera okkur erfiðara fyrir. -- Evrópulöndin eru þvert á móti yndisleg,en tengd saman undir einni stjórn,ESB, með sama gjaldmiðli,finnst okkur flestum hræðilegt að tengjist Íslandi.
Helga Kristjánsdóttir, 4.9.2015 kl. 15:04
Schengen landamærinn eru hrunin, fólk getur svo farið hvert sem er án skilríkja og það veit enginn hver eða hvaðan það kemur.
Ég veita ekki betur til en að fólk komi til Íslands skilríkjalaust frá Evrópulöndunum og sækir um hæli á Íslandi.
Ekki langt í það að Evrópa verður eins og þriðja heims löndin og USA er ekki langt á eftir.
það er ekkert land sem getur staðið undir svona miklum fjölda af innflytjendum sem kemur ekki til með að aðlagast tungumáli, siðum og venjum landsins sem það er að flytjast til.
Auf wiedershen Íslandia, welcome Arabía.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 4.9.2015 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.