Fimmtudagur, 3. september 2015
Árni Páll: Samfylkingin er í rúst
Fyrsta skrefið í endurreisn einhvers er að viðurkenna vandann. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingar játar í viðtali við RÚV að flokkurinn þarf endurreisnar við. Það er vonum seinna.
Samfylkingin varð að rúst við síðustu kosningar, fékk þá 12,9 prósent fylgi en hafði verið með tæp 30 prósent í kosningunum 2009.
Eitt mál umfram önnur keyrði Samfylkinguna fram af bjargbrúninni, það er ESB-umsóknin misheppnaða. Í stað þess að viðurkenna þá stöðu strax eftir kosningar, t.d. með því að gefa út yfirlýsingu um að ESB-aðild Íslands væri ekki á dagskrá í fyrirsjáanlegri framtíð, þá þumbaðist Árni Páll við og hélt dauðahaldi í ónýtasta mál allra mála íslenskrar stjórnmálasögu.
Evrópusambandið er í varanlegu upplausnarástandi sökum þess að núverandi stofnanir sambandsins standa ekki undir umfangi þess. Landamæraeftirlitið virkar ekki og evru-samstarfið virkar ekki. ESB mun þurfa áratugi að rétta sig af. Líklegra er þó að sambandið liðist í sundur á þeim tíma. Á meðan því stendur er óðs mann sæði að gefa aðild gaum. Allir með lágmarkslæsi í pólitík sjá þetta.
Ef Árni Páll kynni eitthvað fyrir sér í pólitík og væri sæmilega hugaður hefði hann átt strax eftir síðustu kosningar að viðurkenna vanda Samfylkingar og losna við líkið í lestinni, ESB-umsóknina.
En Árni Páll kann lítið í pólitík og er bleyða. Hann tók fremur þann kostinn að æða út á Austurvöll með Birgittu Jónsdóttur pírata og krefjast þess að ónýta ESB-umsóknin frá 16. júlí 2009 héldi gildi sínu í Brussel.
Birgitta kemst upp með slíka hegðun vegna þess að hún er í forsvari fyrir viðurkennt og stimplað uppreisnarlið. Samfylkingin var ekki stofnuð sem byltingarflokkur heldur samtök ráðsettra vinstrimanna sem fengið höfðu nóg af innbyrðis hjaðningavígum á 20. öld.
Árni Páll mun ekki leiða endurreisn Samfylkingar. Formaðurinn er búinn að játa sig sigraðan.
Þetta er ekkert rothögg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það eru 2 lík, sambandið og Samfó. Það hefur enga þýðingu að endurreisa ónýta flokksdruslu.
Elle_, 4.9.2015 kl. 00:11
Það er rétt Elle; þessi tvö ár til næstu alþ.kosninga,verða nýtt til að safna liði,sem reisa gamla góða Ísland við.
Helga Kristjánsdóttir, 4.9.2015 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.