Schengen-samstarfið í hættu

Auk þeirra 350 þúsund flóttamanna sem koma í ár yfir Miðjarðarhaf eru 1,4 milljón á vergangi í Vestur-Úkraínu vegna deilna Nató-ríkja og Rússa um forræðið þar í landi. Þessir flóttamenn munu leita í auknum mæli til Vestur-Evrópu.

Í gær var haft eftir Angelu Merkel kanslara Þýskalands að ef ekki tekst að jafna flóttamönnum niður á hvert og eitt ESB-ríki, í samræmi við kvóta, sem Brussel gæfi út, þá yrði hvert ríki fyrir sig að taka upp landamæraeftirlit.

Þar með væri Schengen-samstarfið í uppnámi, en það kveður á um frjálsa för innan Schengen-ríkja, og er Ísland aðili að þessu samstarfi.

Fyrir Ísland er einfalt að taka upp landamæraeftirlit, en nokkru flóknara fyrir ríki meginlands Evrópu.


mbl.is 350 þúsund flóttamenn á átta mánuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hver er stefna XB & XD tengt Schengen ?

Vilja þessir flokkar halda því samstarfi áfram eða slíta því?

Jón Þórhallsson, 1.9.2015 kl. 15:18

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvað segir framsóknarmaður eins og þú Páll við svona fréttum?

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/09/01/ekki_hamark_a_fjolda_flottafolks/

Jón Þórhallsson, 1.9.2015 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband