Mánudagur, 31. ágúst 2015
Flóttamenn í Hrísey, Núp og Bolungarvík
Baugsskáldið býður sumarbústað í Hrísey, Séð- og heyrt hjón í Reykjavík bjóða íbúð í Bolungarvík og núna er það Núpur í Dýrafirði sem leggur til gömlu heimavistina.
Flóttamenn eiga sem sagt að búa á stöðum sem Íslendingar flýja.
Við erum virkilega rausnarleg.
Bjóða Núp fyrir flóttamenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi flóttamannaumræða er orðin öll svo galin, að varla er orðum um það hafandi. Bjálfahátt kýs ég að kalla það að bjóða afdankaðar skólabyggingar undir flóttafólk. Bjálfahátt og jafnvel fávitahátt að stinga upp á að taka við 20.000 flóttamönnum. Ef til vill auðvelt fyrir Baugspenna að gapa slika vitleysu, en sorglegt þeim að lesa, sem misstu allt sitt af völdum þess óbermis. Meðan hérlendir öryrkjar og gamalmenni, fa ekki þá aðhlynningu sem þeim ber, ættu þessi samfylkingar og vinstri sinnaða menntaelíta, sem telur sig ofar öllum sínum samborgurum sökum gáfna, að hafa sig hæga.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 31.8.2015 kl. 17:22
Er ekki nóg að tómum íbúðum uppá Miðnesheiði ?
Birgir Örn Guðjónsson, 31.8.2015 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.