Trú, bænir og morð

Í eitt ár var Abu Abdullah eftirlýstasti maðurinn í Bagdad, höfuðborg Íraks. Abu Abdullah skipulagði 15 sjálfsmorðsárásir þar sem um 100 manns dóu, sum börn. Hann tilheyrir Ríki íslams og segist vilja búa í landi með sharía-lögin sem hornstein.

Abu Abdullah segir í viðtali, sem birtist í Guardian að undirbúningur tilræðanna var alltaf sá sami. Hann og sjálfsmorðskandídatinn báðust fyrir áður en Abduallah ók morðingjanum á vettvang.

Spurður hvort hann sjá ekki eftir að drepa saklausa, þar á meðal börn, svarar Abu Abdullah:

Flestir þeirra sem tilræðinu var beint að voru lögmæt skotmörk. Aðrir sem dóu fá góða viðtöku hjá guði.

Og það er auðvitað huggun harmi gegn að guð þeirra félaga í Ríki íslam taki vel á móti blessuðum börnunum sem þurft að deyja svo að guðs ríki megi skjóta rótum hér á jörð.


mbl.is Eyðilögðu hluta Bel hofsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband