Pólverjar hafna aðild að evru

Pólverjar telja vandamál evru-svæðisins ekki leyst og munu ekki ljá máls á aðild að evru-samstarfinu í fyrirsjáanlegri framtíð. Með eigin gjaldmiðil er hægt að verja pólska hagkerfið utanaðkomandi höggum.

Ef til þess kæmi að Pólverjar tækju upp evru þá yrði það ekki nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Á þessa leið mæltist forseta Póllands, Andrzej Duda, í viðtali við Die Welt vegna heimsóknar til Þýskalands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband