Miðvikudagur, 26. ágúst 2015
Flóttamenn; auðlegð eða vandamál?
Flóttamenn, hvort heldur pólitískir eða efnahagslegir, eru ýmist auðlegð eða vandamál. Ef vel er haldið á spöðunum auðga þeir menningu okkar og gerast nýtir þjóðfélagsþegnar.
Ef illa er staðið að málum verða flóttamenn félagslegt vandamál og uppspretta þjóðafélagsátaka sem gerir samfélagið okkar verra.
Við höfum erlend fordæmi, bæði á Norðurlöndum og í Vestur-Evrópu, til að varast. Viðtaka of margra flóttamanna á of skömmum tíma er ávísun á vandræði. Vandaður undirbúningur og skýr markmið um aðlögun flóttamanna að íslensku samfélagi er forsenda fyrir því að vel takist til.
Straumur hælisleitenda til landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef að við m.v.að þetta fólk komi frá mið-austurlöndum:
Mun þetta fólk ekki þá fara að keppa við okkar unga fólk um húsnæði t.d. í rvk þar sem að barist er um hverja íbúð?
Er ekki húsnæðisskortur í rvk?
Er búið að finna vinnu fyrir þetta fólk?
Eru ekki 5800 íslendingar á atvinnuleysissskrá?
Jón Þórhallsson, 26.8.2015 kl. 07:58
Takk fyrir hófstilltan og yfirvegaðan pistil og þá sérstaklega síðustu setninguna.
Ómar Ragnarsson, 26.8.2015 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.