Píratar endurvekja frjálshyggjuna

84 píratar ákváðu að sjávarútvegsstefna flokksins skuli vera að bjóða út veiðiheimildir á Íslandsmiðum. Þetta er frjálshyggja í sinni tærustu mynd.

Nú virkaði frjálshyggjan ekkert sérstaklega vel á útrásárárum og endaði í hruni.

Ef það er svo að frjálshyggjan hafi slíka yfirburði þá hlýtur að vera sjálfsagt að beita henni á önnur svið samfélagsins. Við hljótum að sjá tillögur um að útboðsaðferðin verði notuð í menntamálum og við rekstur heilbrigðiskerfisins.

Skólar, sjúkrahús og heilsugæslustöðvar hljóta að fara á uppboð til að kennarar og hjúkrunarfólk ákveði ,,sanngjarnan" kostnað samfélagsins í þessum rekstri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég tel að það sé rétt skref að taka upp UPPBOÐS-KERFI  í sjávarútvegi:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1784027/

------------------------------------------------------------------

Þó að uppboðskerfi ætti almennt ekki við um neyðarmóttöku/sjúkrahús/skólakerfi;

þá gæti smá samkeppni af einhverju tagi verið til góðs:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1924478/

Jón Þórhallsson, 24.8.2015 kl. 09:50

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Þessi hugmynd hefur víða verið til skoðunar hjá stjórnmálahópum. M.A var hún til umræðu í sjávarútvegsnefnd Alþýðubandalagsins, en náði ekki lending þar eins og margt sem tengist sjávarútvegi og sjósókn.

Gild rök eru að nota einhverja svona aðferð til að fá úr því skorið hvers virði aflaheimildirnar eru. það væri hægt í fyrstu atrennu að áskilja að taka hvaða tilboði eða hafna öllum.

Eins væri íhugunar efni að bjóða hluta út á evrópska efnahagssvæðinu til að fá fram viðmið og áhuga á veiðum og hver þörf þjóða er fyir fiskmeti. Það væri líka ákveðin fælingarmáttur í slíku útboði fyrir íslenska útvegsmenn að þeir gerðu sér grein fyrir því að heimurinn sé svolítið stærri en þeirra eigin hugarheimur, ,,frá sófa niður á bryggju." og því ekkert tryggt í þessum málum því ríkisvaldið ætti ávalt leikinn.

Að mínu mti er besta hugmynd sem komið hefur fram svokölluð ,,Hlunnindabréf" sem skrifari er höfundur að, en þau mundu taka á öllum þessum þeim atriðum sem ágreiningur eru um og gætu orði farsæl til framtíðar. Of langt mál er að útskýra þau hér og svo lítið flókið og ekki víst að allir hér hefðu atgerfi til að skilja málið.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.8.2015 kl. 10:03

3 Smámynd: Snorri Hansson

Mín skoðun er sú að vel rekið fyrirtæki í útflutningi sé dýrmætasti  gæfa allrar þjóðarinnar .

Slík fyrirtæki skila  næringu um allar æðar þjóðfélagssins og bæta  hag allra íbúa. Allra !

Ég er hér að tala um allar gerðir fyrirtækja sem vinna í útflutningi.

Í fiskveiðum ,fiskvinnslu ,tækjaframleiðendur, frumkvöðla, iðnaðarfyrirtæki, tónlistarfólk , kvikmyndaiðnaður, já og auðvitað ferðaþjónustan

Sumir hafa þær hvatir að keppast við að níða niður slík fyrirtæki og vilja bregða fyrir þau fæti.

Stundum vegna sárinda og atvika í fortíðinni . Menn verða að jafna sig á slíku,það er lífsnauðsinlegt

fyrir okkur öll.

 Að reyna að blóðmjólka eina gerð útflutningsfyrirtækja með gjöldum umfram önnur, er  afar ógæfulegt.

 Álíka og berja mjólkurkúna. Skilar engum árangri.

Snorri Hansson, 24.8.2015 kl. 10:44

4 Smámynd: Jón Ragnarsson

Maður spyr sig hvers konar þankagangur veldur svona skrifum. Öllu hrært saman í graut og svo hellt yfir lyklaborðið. 

Jón Ragnarsson, 24.8.2015 kl. 10:46

5 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Það að blogghöfundur skuli ekki geta gert betur en þetta í að skjóta niður sjávarútvegsstefnu pírata, bendir til að hún sé fjandi góð. Raunar eru píratar sennilega eini flokkurinn sem getur komið fram með svona stefnu, hinir eru væntanlega allir allt of tengdir inn í útgerðir og fjármálakerfi.

Haraldur Rafn Ingvason, 24.8.2015 kl. 12:22

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er stórhættuleg stefna hjá óvitaflokknum Pírötum, gæti leitt til þess með tímanum, að þessar aflaheimildir verði seldar á ESB-markaði og komist í hendur erlendra útgerða, á Spáni, Bretlandi, Frakklandi, hvar sem er nánast.

 

Píratar eru í þessu máli jafn-fyrirhyggjulausir og í öðrum málum. Og minnizt þess, að þeir eru FYLGJANDI viðskiptabanni Rússlands á okkur Íslendinga, vilja þar með missa af okkar stærsta markaði fyrir frosna loðnu og makríl.

 

Slíkur flokkur vinnur ekki í þjóðarhag. Slíkur flokkur á það skilið að eyðast upp í skoðanakönnunum eins og "Björt framtíð" þeirra ESB-Guðmundar Steingrímssonar og Icesave- og ESB-sinnans Jóns Gnarr.

 

Jón Valur Jensson, 24.8.2015 kl. 15:38

7 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Þessi aðferð er nú viðhöfð við útboðum á laxveiðirétti í íslensku ám, Jón Valur.

Og enginn efast um að landeigandi á veiðiréttin fyrir sínu landi.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.8.2015 kl. 16:17

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Landeigendur eiga nú lítinn veiðirétt, raunar nær engan, í þessu kerfi sem hér hefur ríkt, að veiðifélög heilla svæða (yfirleitt margra jarða við hverja á) hafa réttinn og selja hann hæstbjóðendum, þannig að sá hluti innleggs þín er stórundarlegur. En vitaskuld teljast veiðihlunnindin meðal eignfærðra hluta hverrar jarðar á fasteignamati og eru seljanleg með henni.

En hér ekki um sambærilega hluti að ræða við uppboð á aflaheimildum í sjó. Ef Ísland verður partur af þessu stórveldi Evrópusambandinu, getum við ekki haldið í það sem reglu, að hér megi innlendir aðilar bjóða í aflakvóta, en útlendir ekki. Reyndu að átta þig á afleiðingum þess!

Jón Valur Jensson, 24.8.2015 kl. 17:27

9 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ég átti nú við að landeigandi  sem aðili að veiðifélagi ætti veiðirétt fyrir sínu landi, en ekki landeigandi að sjó, enda hafa landeigendum sjávarjarða verði neitað um veiðirétt sem er í raun frumbyggjaréttur.

Hver jörð er metin og fær áhveðna hlutdeild í heildarveiðirétti eða arði veiðifélags en  stjórn veiðifélags hefur alla umsjón á þessum málum og greiðir arð eftir arðskrá.

Ég var nú allra náðarsamlegast að setja þetta fram sem dæmi vegna þess að útgerðarmenn eru alltaf að halda því fram að þeir eigi veiðiréttinn, ef það mætti koma með svoleiðis skoðun á mót þínum skoðunum ,gæskurinn, áttar þú þig á því.

Þess vegna er mikilvægt að naglfesta það í stjórnarskrá að sjávarhlunnind tilheyra ríkinu, ef svo skyldi fara að reitum yrði ruglað saman með einhverju hætti við ESB.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.8.2015 kl. 17:46

10 Smámynd: Jón Bjarni

Ríkið getur einfaldlega eignfært allan kvóta í OHF og það félag síðan boðið upp tímabundnar veiðiheimildir - vandamál leyst Jón Valur

Jón Bjarni, 24.8.2015 kl. 18:09

11 identicon

Sæll Páll

Í Vísir kemur það fram "Vilja að útvegsmenn ráði hve mikið veiðirétturinn kosti"


Það má segja með þessu fyrirkomulagi þá sé það tryggt að veiðirétturinn flyst frá öllum byggðum landsins og yfir á auðugustu útvegsmennina (eða stærstu fyrirtækin), þar sem að vissir útvegsmenn og/eða stærstu fyrirtækin ráði öllu í nánustu framtíð .


Íslenskir Píratar bjóða okkur núna uppá Fasisma eða Corporatocracy og Corporatism, ásamt algjöri byggðarröskun.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.8.2015 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband