Forsetinn Kári myndi breyta stjórnmálunum

Kári Stefánsson gæti orðið forseti lýðveldisins, fari svo að Ólafur Ragnar afþakki annað kjörtímabil sem hann þó er búinn að vinna vel fyrir.

Stjórnmálamenningin myndi breytast sjálfkrafa yrði Kári húsbóndi á Bessastöðum.

Með óútreiknanlegan Kára yfir höfði sér myndu stjórnmálamenn kappkosta að ná sem allra breiðustu samstöðu - annars gæti Kári tekið upp á því að synja frumvörpum staðfestingar unnvörpum. Þjóðin kynntist raðþjóðaratkvæðagreiðslum um stór mál og smá.

Stjórnmálastéttin myndi óðara girða sig í brók yrði Kári forseti.

 

 


mbl.is „Sjálfsmorðstilraun stjórnmálamanna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Páll. Það er of auðvelt að blekkja sérfræði-einhæfan gáfu-Kára, til að honum eða almenningi væri það hollt að hann yrði næsti forstjóri Íslandshrepps á Móður Jörð.

Það væri nú líklega rétt að hugleiða hverjir eru raunverulegir forstjórar Íslandshrepps á Móður Jörð?

Bankaræningjar og aðrar kerfisstjórnsýslustofnanir hafa eignað sér dómsstóla, fjölmiðla, hagfræðinga og lögfræðinga, sem ráðleggja og "lög"verja spillingarverkin.

Hvaða einstaklingur ætli ráði við slíkt ofvaxið og gegnumskemmt kerfis-epli?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.8.2015 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband