Laugardagur, 22. ágúst 2015
Björt framtíð styður ríkisstjórnina
Forystumenn Bjartrar framtíðar, Guðmundur Steingrímsson formaður og Róbert Marshall þingflokksformaður, viðurkenna að eiga ekkert erindi í stjórnmál með því að segja af sér forystuhlutverkum sínum.
Engu að síður ætla báðir að sitja áfram sem þingmenn og fá öruggar launagreiðslur þótt þeir séu misheppnaðir pólitíkusar að eigin mati. Á almennum vinnumarkaði tíðkast ekki að menn viðurkenna að þeir séu ónýtir starfskraftar en haldi engu að síður áfram störfum.
Þingmenn Bjartar framtíðar, einkum þó Róbert og Guðmundur, munu vitanlega verja ríkisstjórnina falli enda eru launagreiðslurnar fyrir bí verði kosningar. Birgitta Jónsdóttir pírati lék þann leik listavel síðasta kjörtímabil. Hún var erlendis löngum að safna ferðapunktum og sá til þess að ríkisstjórn Jóhönnu Sig. sat út kjörtímabilið.
Birgitta var að vísu í betri samningsstöðu. Jóhönnustjórnin bjó ekki að starfhæfum meirihluta. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs er með traustan meirihluta. Guðmundur og Róbert kunna að selja sig. Þeir sátu um kjósendur í stórmörkuðum þegar þeir stofnuðu flokkinn; næsta þingvetur sitja þeir fyrir utan þingflokksherbergi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í von um brauðmola.
Nauðsynleg hreinsun átti sér stað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað telur Björt framtíð sig hafa t.d. fram yfir VG eða Samfylkinguna?
Jón Þórhallsson, 23.8.2015 kl. 08:18
Hún var búin að segja af sér varaformanninum og gefa það út að varasæti á Alþingi tæki hún ekki á meðan Björt Ólafsdóttir færi í fæðingarfrí...
Ef þetta er ekki valdasýki þá veit ég ekki hvað það er og að halda að það sé hægt að treysta svona manneskju er ekki hægt...
Manneskju sem hótar bara að fara ef það er ekki setið og staðið að hennar vild...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.8.2015 kl. 09:48
Ágæti Páll, þetta er ágætis samsæriskenning hjá þér en sem fyrr vantar öll alvöru rök fyrir þessari ímyndum þinni.
Gætir þú komið með alvöru rök fyrir þessu, já og eins og hvað þú kallar : "erlendis löngum að safna ferðapunktum" þýðir ?
Kannski er bara ekki hefð fyrir því hér að svara fyrirspurnum frekar en á öðrum miðlum sem þú venur þínar komur á.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 23.8.2015 kl. 09:51
Eru ekki líkindspá byggð á hegðun vðfangsefnisins viðurkennd?
Helga Kristjánsdóttir, 23.8.2015 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.