Dagskrárvaldið og hráa umræðan

Skoðanamyndun í samfélaginu fór að stærstum hluta fram í gegnum launað fjölmiðlafólk, sem ýmist var á framfæri ríkisins (RÚV), stjórnmálaflokka (flokksblöðin), fyrirtækja (Árvakur og Morgunblaðið) og loks auðmanna (Jón Ásgeir og 365 miðlar).

Fjölmiðlafólkið vann fréttir og ákvað hvaða aðsenda efni skyldi birt. Netið kippti fótunum undan dagskrárvaldi fjölmiðlafólks.

Dagskrárvaldið tvístraðist til samfélagsmiðla. Við það varð umræðan hrárri og persónulegri. En hún varð líka lýðræðislegri.


mbl.is Óvægin orðræða á samfélagsmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

RÚV sjónvarp er að bregast með því að sýna stöðugan vitleysisgang, tilgangslaust íþróttasprikl, sóðalega glæpaþætti og gamlar stríðsmyndir.

Tillögur að betra sjónvarpsefni:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1732809/

Jón Þórhallsson, 17.8.2015 kl. 13:55

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Minnisstæðar eru sögulegar framhaldsmyndir eins og um þræla BNA.sem sem voru fluttir nauðugir til að Bandaríkjanna. Þar sem söguþráðurinn fylgir sömu ætt frá Afríku.-Framhaldsþættir um tónskáldið Verdi,tilviljanakennd atvik í lífi hans sem vöktu upp tónlistarsnilli hans. Að síðustu í minni mínu; þættir um Leonard Burnstine stjórnanda sinfhoníu hljomsveitar,sem býður ungum börnum á tónleika,þar sem stjórnandinn upplýsir ungu áhorfendurna um mannlegar kenndir höfundar,sem hann túlkar í hljómlistinni;: Hann lætur hljómsveitina leika kafla,þar sem höf. er glettinn,hamingjusamur,sorgmæddur,reiður,kærulaus og ástfanginn,,, eiginlega allur skallinn. Stórkostlegt og synd að maður skyldi ekki taka þetta upp. En á þeim tíma gekk jazzinn fyrir vegna meira sameiginlegs áhuga.

Helga Kristjánsdóttir, 18.8.2015 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband