Sigmundur Davíð: utanríkisráðuneytið brást

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson staðfestir að íslensk stjórnvöld voru ekki með neinar upplýsingar í höndunum um mögulegar afleiðingar þess að Ísland fengi á sig viðskiptabann vegna þátttöku í þvingunaraðgerðum Bandaríkjanna og ESB gagnvart Rússlandi.

Utanríkisráðuneytið á að sjá um að leggja mat á þáttöku Íslands í aðgerðum af því tagi sem Bandaríkin og ESB standa fyrir gegn Rússum vegna deilna um forræði yfir Úkraínu.

Utanríkisráðuneytið brást algerlega í málinu og auðvelt er að sjá hvers vegna. Ráðuneytið lítur á það sem sitt hlutverk að koma Íslandi inn í ESB, til hagsbóta fyrir starfsmenn ráðuneytisins sem myndu fá aukin starfstækifæri við inngöngu. Hagsmunir íslensku þjóðarinnar eru aukaatriði hjá ráðuneytinu.

Sama ráðuneyti klúðraði vísvitandi afturköllun ESB-umsóknarinnar með þeim afleiðingum að embættismenn í Brussel neituðu að taka Ísland af skrá umsóknarríkja.

Þegar liggur fyrir að eitt ráðuneyti stjórnarráðsins vinnur einbeitt gegn hagsmunum þjóðarinnar og yfirlýstri stefnu ríkisstjórnarinnar þá hlýtur það að hafa pólitískar afleiðingar.

Eða er ríkisstjórn Sigmundar Davíðs meira upp á punt en alvöru stjórnvald?

 

 


mbl.is Mikið misræmi í áhrifum refsiaðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Allt tengd þessu máli er búið að liggja fyrir í eitt ár.

Það er óþarfi að flækja málið með því að segja að ekki hafi verið vitað um afleiðingar viðskiptabannsins.

=Dæmið er einfalt:

Ef að sitjandi ríkisstjórn Íslands vil hafa rússa á einhverjum svörtum lista = 37 milljarða tekjutap fyrir íslenkska þjóðarbúið.

Einfaldara eða flóknara getur málið ekki verið.

Jón Þórhallsson, 15.8.2015 kl. 11:11

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það á að skipta ráðherranum út fyrir einhvern með vit í kollinum og veita viðkomandi starfsmönnum áminningu. Hafi þeir fengið áminningu fyrir klúðrið á afturköllun ESB umsóknar á að láta þá leita ser að vinnu annars staðar.

Ragnhildur Kolka, 15.8.2015 kl. 11:15

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Gleymum því ekki að almenningur hefur val í kjörklefum:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/category/3211/

Jón Þórhallsson, 15.8.2015 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband