Föstudagur, 14. ágúst 2015
Gunnar Bragi er hetja ESB-sinna
Utanríkisráðherra er orðinn að hetju ESB-sinna hér á landi, sem telja hagsmunum og framtíð Íslands best borgið í faðmi Evrópusambandsins. Með því að binda trúss sitt við Evrópusambandið í deilunni við Rússa um forræði yfir Úkraínu.
Beint samband er á milli þess að Íslands er lista óvina Rússa og bréfsins sem afturkallaði misheppnuðu ESB-umsóknina. Um hvorttveggja var vélað í utanríkisráðuneyti Gunnars Braga. Í báðum tilvikum var niðurstaðan klúður.
Gunnari Braga er ekki lengur sætt í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
Sakar ráðherra um heimsku og lygar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
AÐ EFTIR HÖFÐINU DANSI LIMIRNIR?
Hefur Sigmundur Davíð sjálfur ekkert að segja um málið
sem skipstjórinn á þjóðar-RÍKIS-skútunni?
Ætti hann ekki að eiga síðasta orðið í málinu?
Jón Þórhallsson, 14.8.2015 kl. 10:23
Gott blogg, Páll Vilhjálmsson.
Bkoggvinar kveðja,
kristjan9
Kristján P. Gudmundsson, 14.8.2015 kl. 10:38
Hérna er um að ræða svo stórt mál að það ætti að ná inn á borð bæði FORSÆTISRÁÐHERRANA og FJÁRMÁLARÁÐHERRANA:
=37 milljarða tekjutap fyrir RÍKISSJÓÐ?
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/08/12/37_milljardar_krona_i_hufi/
Og vöruskiptjöfnuðurinn var í mínus í síðastamánuði.
Jón Þórhallsson, 14.8.2015 kl. 10:55
Jón
Það er langt því frá að um verði að ræða tekjutap ríkissjóðs upp á kr. 37.000.000.000,-
Menn áætla að söluverðmæti matvæla til Rússland gæti numið allt frá 28-kr. 37.000.000.000,- það er bara allt önnur Ella !
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.8.2015 kl. 11:56
Að gefnu tilefni! Er karlmennska í reynd ekki enn þá mesti kostur sem prýðir hrausta menn? Finnast þeir bara í röðum óbreyttra,?- Við höfum þegar séð að ráðamenn Íslands,kunna ekki einu sinni að skilmast með stílvopninu dáða.
Helga Kristjánsdóttir, 14.8.2015 kl. 13:19
Skjótt skipast veður í lofti.
Fáir vilja vera Evrópusambandsandstæðingar í dag.
Nú vilja flestir komast í hinn góða flokk ESB sinna.
Er talsverður bægslagangur þegar fyrrum ESB andstæðingar vilja nú troða sér í hóp ESB sinna.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.8.2015 kl. 15:54
ÓBK
Alltaf sama skýjaloftið hjá þér !
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.8.2015 kl. 16:09
Palla væri slétt sama, þó Eystrasalts löndin yrðu innlimuð inn í Rússland, með góðu eða illu, bara vegna þess að þá fækkaði ESB löndum. Slík er geðveikin!!!
Jónas Ómar Snorrason, 14.8.2015 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.