Árni Páll gerir út á Rússahatur

Virtir fræðimenn, til dæmis Bandaríkjamaðurinn John J. Mearsheimer, segja vesturlönd alfarið bera ábyrgð á Úkraínudeilunni með ágengri útþenslustefnu gagnvart Rússlandi.

Í alþjóðasamskiptum eru öryggishagsmunir viðurkennt hugtak. Rússar reisa skorður við útþenslu Bandaríkjanna og ESB í Úkraínu og byggja þar á viðurkenndum sjónarmiðum. Deila stórveldanna í Úkraínu eru Íslandi algerlega óviðkomandi en ef Ísland ætti að taka afstöðu á grunni hlutlægra réttlætissjónarmiða þá væri það með Rússum en ekki a móti.

Árni Páll Árnason gerir út á Rússahatur í ákafa sínum að taka undir utanríkistefnu Evrópusambandsins gagnvart Rússum.

Formaður Samfylkingar er undarlega úti í móa í pólitískri umræðu: hann kennir ríkisstjórninni um fylgisleysi Samfylkingar.


mbl.is Rétt að standa gegn Rússum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Maðurinn er ekki með fulla fimm - ekki einu sinni hálf fimm. laughing

Jóhann Elíasson, 13.8.2015 kl. 14:20

2 identicon

Ég verð að viðurkenna að ég sé ekki hvernig Rússahatur kemur við sögu og á erfitt með að koma auga á þá öryggishagsmuni Rússa sem ættu að vera undir í málinu.

Hinsvegar blasir það við að Rússar hafa með framferði sínu lýst frati á meginreglur um friðhelgi viðurkenndra landamæra og fullveldi ríkja. Fái þeir að komast upp með það verður grafið undan þeim reglum sem fáar þjóðir eiga meira undir en Íslendingar.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 13.8.2015 kl. 14:30

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Tilvitnuð grein eftir John J. Mearsheimer útskýrir öryggishagsmunina sem í húfi eru.

Páll Vilhjálmsson, 13.8.2015 kl. 16:06

4 identicon

Ég á mjög erfitt með að finna heila brú í rökfærslu Mearsheimers en hún virðist vera eitthvað á þá leið að lögmætum öryggishagsmunum Rússa væri ógnað ef menn skyldu nú einn daginn 1) gleyma því að það eru til kjarnorkusprengjur og 2) taka upp hernaðaraðferðir frá 1812 eða 1941.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 13.8.2015 kl. 16:32

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Mearsheimer vitnar m.a. í George Kennan sem er meginhöfundur bandarískrar utanríkissstefnu gagnvart Sovétríkjunum á dögum kalda stríðsins. Kennan telur útþenslu Nató/ESB/Bandaríkjanna í Úkraínu óskynsamlega enda stóð engum ógn af Rússum.

Kjarnorkusprengjur og hernaðaraðferðir skipta hér ekki máli. Stríð eru alltaf háð með þeirri tækni sem stendur til boða. Það sem skiptir máli er að horfa á landakortið, taka mið af sögunni og móta skynsamlega utanríkisstefnu sem tekur mið af aðstæðum. T.d. eins og Finnar hafa gert.

Páll Vilhjálmsson, 13.8.2015 kl. 16:45

6 identicon

Það má svo sem vel vera að það hafi verið óþarft og óskynsamlegt að særa (óraunhæft) stórveldisstolt Rússa með stækkun NATO og ESB inn í A-Evrópu en það breytir því ekki að það eru engir lögmætir öryggishagsmunir undir fyrir Rússa.

Hvorki NATO né einstakar aðildarþjóðir bandalagsins hafa nokkurn minnsta áhuga á að ráðast á Rússa og sést það best á því að bandalagið býr tæpast yfir getu til að verja Eystrasalstslöndin með hefðbundum hernaði, hvað þá að ráðast á Rússland sjálft. Hefur bandalagið þó efnhagslegt bolmagn til að koma upp margfölldum vígbúnaði á við Rússa. Þar fyrir utan yrðu átök á milli NATO og Rússlands aldrei hefðbundin átök heldur í besta falli takmarkað kjarnorkustríð þar sem úrslitin réðust af því hversu miklu af kjarnorkuherafla Rússlands Bandaríkjamenn gætu eytt áður en hann yrði notaður. Í slíkum átökum - sem nákvæmlega enginn áhugi er fyrir á vesturlöndum - myndi það engu breyta hvort Rússar hefðu varnarbelti í Úkraínu.

Fyrir mitt leyti þykir mér sært þjóðarstolt ekki gild ástæða til að breyta viðurkenndum landamærum með valdi (og það landamærum sem Rússar höfðu gefið sértsakt fyrirheit um að virða). Hinsvegar myndi ég halda því fram að smáríki á borð við Ísland ætti raunverulega öryggishagsmuni undir því að standa vörð um friðhelgi fullveldisins og viðurkenndra landamæra.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 13.8.2015 kl. 17:48

7 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Hans, þú skrifar ,,Hvorki NATO né einstakar aðildarþjóðir bandalagsins hafa nokkurn minnsta áhuga á að ráðast á Rússa..."

Þetta er rétt hjá þér. Hitt er líka rétt að slíkur áhugi kann að myndast með tiltölulega skömmum fyrirvara. Þegar þjóðir skilgreina öryggishagsmuni sína taka þau mið af sögunni og langtímahagsmunum.

Við sem eyland erum ókunnug þeirri reynslu að þjarka um landamæri. Saga Evrópu er sneisafull af dæmum um að landamæri séu teiknuð upp á nýtt. Og þegar landamæri breytast þá er einum hagsmunum hyglað en öðrum hafnað.

Krímskaginn var hluti af Rússland þangað til um miðja síðustu öld og er byggður Rússum að mestu leyti. Rússar tóku til sín skagann eftir að réttkjörinn forseti Úkraínu var flæmdur úr embætti af öflum sem nutu stuðnings vesturveldanna.

Það er ekki okkar að taka afstöðu til deilenda í Úkraínu. 

Páll Vilhjálmsson, 13.8.2015 kl. 18:17

8 identicon

Innrás í Rússland er einfaldlega ekki raunhæfur möguleiki án þess að kjarnavopn Rússa séu tekin úr leik fyrst (sem myndi útheimta takmarkaða notkun kjarnavopna að fyrra bragði og gæti aðeins mögulega verið á færi Bandaríkjamanna). Ef slík atburðarás spilast út skiptir það bara engu hver ræður Úkraínu þótt innrásarher hafi farið þar í gegn 1941. Ef eyðing vopnabúrsins heppnast tapa Rússar en ef hún misheppnast tapa báðir.

Það eru tilfinningalegir hagsmunir Rússa en ekki öryggishagsmunir sem eru undir í Úkraínu.

Auðvitað hefur landamærum í Evrópu verið breytt með ýmsum aðferðum í gegn um tíðina en á undanförnum öldum og sérstaklega frá stríðslokum hafa þróast reglur um það hvenær og hvernig það megi gera. Þær reglur eru hagstæðar smáþjóðum og það gengi þvert gegn þjóðarhagsmunum Íslands að veita Rússum hlutleysi þar sem þeir grafa undan þeim.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 13.8.2015 kl. 19:05

9 Smámynd: Hörður Þórðarson

Hans.

Bandaríkjamenn og Bretar hernámu nýlega Írak og hafa oft á undanförnum árum oft "lýst frati á meginreglur um friðhelgi viðurkenndra landamæra og fullveldi ríkja". Íslendingar hafa látið sig hafa þetta og jafnvel stutt það og þar með "grafið undan þeim reglum sem fáar þjóðir eiga meira undir en Íslendingar."

Af hverju á að koma öðruvísi fram við rússa, sem eru jú í þessu tilfelli að verja landa sína og sín landamæri? Bretum og Bandaríkjamönnum stafaði engin ógn af Írak.

Hörður Þórðarson, 13.8.2015 kl. 19:25

10 identicon

Hörður: Innrásin í Írak var á mjög gráu svæði en ekki þvert á alþjóðalög eins og innlimun Krím. Bandaríkjamenn báru fyrir sig brot Íraksstjórnar á ályktunum SÞ sem tilefni árásarinnar og landið var ekki innlimað í Bandaríkin heldur reyndu þeir (með frekar dræmum árangri) að koma upp lýðræðislegri stjórn í stað þeirrar fyrri.

Í stuttu máli: Bandaríkjamenn beygðu alþjóðalög en Rússar eru beinlínis að grafa undan þeim.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 13.8.2015 kl. 19:45

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Maður tekur samt eftir, að það er ekki kjötið frá skagafirði sem er bannað heldur fiskurinn.

Eg mundi ætla að rússar settu fram einhver rök með þessu til réttlætingar, allavega til málamynda.

T.d. skjalavinnan, ss. uppruna- eða heilnrigðisvottorð, - og þá með það í huga á bakvið að verið væri að selja fisk frá Evrópu í gegnum Ísland.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.8.2015 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband