Mánudagur, 10. ágúst 2015
Veit ekki hvers vegna Björt framtíð tapar fylgi
Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartar framtíðar veit ekki hvers vegna flokkurinn mælist með 4,4 prósent fylgi.
Guðmundur vissi í apríl síðast liðnum hvers vegna Björt framtíð var með gott fylgi, eða ríflega tíu prósent. Þá sagði formaðurinn kotroskinn: ,,Fólk á að kjósa þá sem tala fyrir lausnum og af skynsemi hverju sinni.
Í málþófinu í vor hætti Guðmundur að tala fyrir lausnum og skynsemin var víðs fjarri. Ef Guðmundur lofar að finna lausnir og verða skynsamur er aldrei að vita nema félagarnir fáu sem mynda Bjarta framtíð veðji á 'ann á ný.
Aulaleg hreinskilni er stundum sniðug pólitík, það sanna dæmin.
Þú gerir ekki rassgat einn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.