Fjölmenning er skálkaskjól ómenningar

Fjölmenning er íslenskun á erlenda hugtakinu ,,multiculturalism" sem var búið til í Evrópu sem valkostur við þjóðmenningu. Fjölmenning varð til sem pólitísk stefna í kjölfar innflytjendastraums til Vestur-Evrópu áratugina eftir seinna stríð.

Í nafni fjölmenningar voru innflytjendur hvattir að halda í menningu heimaslóða, sem aftur leiddi til þess að innflytjendur aðlögðust síður menningu nýrra heimkynna. Önnur afleiðing fjölmenningar var að menningarkimar innflytjenda fóstruðu með sér andstyggð á nærumhverfi sínu og efndu jafnvel til hryðjuverka, til dæmis árás breskra múslíma á meðborgara sína sumarið 2005 þegar yfir 50 saklausir Bretar féllu.

Fjölmenning er orðið skammaryrði í Vestur-Evrópu enda hugtak um misheppnaða innflytjendastefnu. Leiðtogar stærstu ríkja Vestur-Evrópu. Bretlands, Frakklands og Þýskalands gáfu út yfirlýsingar sumarið 2011 um að horfið skyldi frá fjölmenningarstefnu.

Atburðir, sem standa okkur nærri, staðfesta að fjölmenning er skálkaskjól fyrir ómenningu. Danskfæddur múslími ákvað á liðnum vetri að drepa menn sem ekki sýndu spámanningum næga virðingu. Hryðjuverkamaðurinn var skotinn af lögreglu. Við útförina mættu 600 til 800 hundruð manns til að sýna samstöðu með morðingjanum.

Þegar fjölmenning rennur sitt skeið í Evrópu sýnast íslenskir vinstrimenn þess albúnir að taka hana upp á sína arma. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur mærir fjölmenningu í vikulegum pistli í Fréttablaðinu. Að hætti áróðursmanna býr Guðmundur Andri til ímyndaðan andstæðing, strámann, úr fjölmenningu og kallar fámenningu - sem hann, auðvitað, dundar sér við að salla niður.

Sigurður Nordal skrifaði fyrir daga fjölmenningar bókina Íslensk menning. Þar segir á bls. 31 að vanmetakennd sumra Íslendinga leiði þá í ,,freistni hroka eða undirlægni, þröngsýni eða apaskapar." Greining Sigurðar hittir fyrir vinstrimenn í fjölmenningartrúboði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að þú vilt verja landið; þá skora ég á þig að mæla með flokkum sem að eru með slílka varnarstefnu á sinni dagskrá: 

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1583418/

Nú er framsóknarflokkurinn þinn við völd; og vilja þeir ekki leyfa moskubyggingu í rvk með öllum þeim vitleysisgangi sem að fylgir þeirri menningu?

Jón Þórhallsson, 10.8.2015 kl. 13:57

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þegar að talað er um fjölmenningu að þá verður helst að tala um hvern hóp fyrir sig.

Nútíma-Jóga gæti leitt til framþróunnar fyrir okkar samfélag á sama tíma og öll múslima, gay-pride og kínversk-dreka-menning er skref afturábak fyrir okkar þróun.

Jón Þórhallsson, 10.8.2015 kl. 14:06

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Fjölmenningarsamfélag getur gengið upp ef allir menningarhópar virða hver annan. En því miður hefur sjaldan tekist að skapa slíkt samfélag og oftast hafa þau verið skammlíf. Bandaríkin eru kannski það samfélag sem kemst næst því að einkennast af fjölmenningu nú um stundir.

Ég var undrandi á grein Guðmundar Andra, því hann virðist ekki skilja muninn á annars vegar fjölmenningu og hins vegar því hvernig menning einnar þjóðar/hóps verður ávallt fyrir áhrifum frá menningu annarra þjóða/hópa. Það á auðvitað ekkert skylt við fjölmenningu eins og hún er vanalega skilgreind.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.8.2015 kl. 20:35

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Kanada er með opinbera fjölmenningarstefnu. Myndum við kalla kanadíska menningu ómenningu?

Wilhelm Emilsson, 10.8.2015 kl. 21:44

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það hefur ekki allt verið eins og dans á rósum í Kanada, þar má minna á til dæmis ófrið milli þeirra frönsku og enskumælandi.

þeir frönskumælandi hafa oftar en einu sinni reynt að stefna sitt eigið ríki, en það hafa verið of margir enskumælandi sem kusu gegn svoleiðis vitleysu.

Það yfirleitt gengur ekki vel upp þegar lönd hafa meira en eitt tungumál, með kanski einni undantekningu Swiss, þó svo að eg viti ekki fyri vist hvort það er einhver blíða á milli t.d. Frönsku og þýsku mælenda í Swiss.

Malasía er annað land sem hefur haft erfiðleika milli fólks sem talar mismunandi tungumál, en það er enskan sem sameinar fólk sem talar kínversku, Malay og indversku.

Ef að innflutningar af erlendu fólki er of ör, þá getur þjóðfélagið í landinu ekki aðlagað innflytjendur að venjum landsins og innflytjendurnir hópa sig frá innfæddum og til dæmis bú í sama íbúðarhverfi og hafa lítil samskipti við þá innfæddu.

þetta kemur til með að gerast á Íslandi, ef það á að leyfa 750 innflytjendur á hverju ári. 

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 11.8.2015 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband