Mánudagur, 10. ágúst 2015
Kúrdar, Rússar og ruglið í utanríkisstefnu Íslands
Ísland er sem Nató-ríki ábyrgt fyrir morðárásum Tyrkja gagnvart Kúrdum. Ísland er sem taglhnýtingur ESB í viðskiptastríði við Rússa vegna stórveldaátaka í Úkraínu.
Við eigum að fordæma árásir Tyrkja á Kúrda og afturkalla stuðning okkar við Evrópusambandið í deilu þess við Rússa um forræði yfir Úkraínu.
Utanríkisstefna Íslands virðist mótuð í siðferðislegu tómarúmi þar sem þeir ráða för er búa að skertustu dómgreindinni. Útkoman er eftir því: Ísland styður morð á Kúrdum og tekur þátt í aðför að öryggishagsmunum Rússa.
390 Kúrdar féllu á tveimur vikum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikla ábyrgð berum vér og sú staðreynd leiðir hugann að vandasömu hlutverki stjórnenda hverju sinni.Gunnar Bragi var sá sísti sem mér hefði komið til hugar í utanríkisráðherra embættið. Það líkist helst því að ganga um á jarðsprengju svæði,að velja menn/flokka (í kosningum),til stjórnarsetu. Það er erfitt að væna mann um ístöðuleysi,hafandi hangið í þessum flokkum með von í hjarta. Tek bar boltan á þetta; "útaf með manninn".
Helga Kristjánsdóttir, 10.8.2015 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.