Ef bændur framleiddu fatnað og raftæki

Verslunin í landinu, með fákeppnisfyrirtækið Haga í broddi fylkingar, hamast á bændum landsins og telur þá stunda viðskiptahætti er haldi uppi vörurverði.

Flestir vita að bændur framleiða mat fyrst og fremst. En ekki fatnað og raftæki.

En raftæki og fatnaður eru hvergi í Evrópu dýrari en á Íslandi.

Hvers vegna þegja nær allir fjölmiðlar um þessa staðreynd? Er það vegna auglýsingahagsmuna hjá versluninni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Eru það ekki fyrst og fremst tollar, vörugjöld og önnur opinber gjöld sem fyrst og fremst valda þessu háa verði. 

Sigurður M Grétarsson, 9.8.2015 kl. 12:43

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er rangt hjá þér, Páll. Viðtal var við konu hjá Samtökum verzlunar og þjónustu á einni útvarpsstöðinni í vikunni, og þar kom fram, að þessar tölur Eurostat miðast við árið 2014, en frá og með síðustu áramótum hafa vörugjöld verið felld niður af þessum tækjum hér á landi og þau hríðfallið í verði í verzlunum. Rétt væri hjá þér að hafa samband við SVÞ og birta svo nýjar uppl. hér, því að nú stendur Ísland sig mun betur en ýmis ESB-lönd í verði á raftækjum.

Jón Valur Jensson, 9.8.2015 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband