Fjölmiðlanauðgun - hagsmunir hverra?

Nauðgun er glæpur gegn einstaklingi. Rannsókn á slíkum glæp fer ekki fram í fjölmiðlum heldur á vettvangi og stofnunum, þar sem heilbrigðistarfsfólk, lögregla og réttargæslumenn koma við sögu.

Réttarkerfið dæmir hvort tiltekin kynferðisleg samskipti fólks sé nauðgun. Málsmeðferðin í dómskerfinu er hlutlæg og formleg eins og vera ber í réttarríki.

Engin rök hafa komið fram í umræðunni, um hvort meint nauðgunartilfelli skuli rata í fjölmiðla nokkrum dögum fyrr eða síðar, sem renna stoðum undir þá kröfu fjölmiðla að þeir fái upplýsingar um meintar nauðganir um leið og þær berast á borð lögreglu. Á hinn bóginn eru ríkir rannsóknahagsmunir sem mæla með því að lögregla fái réttmætt svigrúm til að vinna sína vinnu án þess að vera í beinni útsendingu fjölmiðla.

Ef það er svo, sem sumir halda fram, að umræða um nauðganir sé í þágu fórnarlamba nauðgana, þá er ekkert sem bannar fórnarlömbum nauðgana, bæði meintra og dæmdra, að stíga fram, undir nafni eða í skjóli nafnleysis, og segja sína sögu. Fjölmiðlar birta slíkt efni reglulega.

Hlutverk lögreglu er fyrst og fremst að komast til botns í þeim málum sem berast inn á hennar borð. Hvort fjölmiðlar fái upplýsingar nokkrum dögum fyrr eða síðar er aukaatriði.


mbl.is Það hefði verið betra að bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sammála þessu. Þú átt hrós skilið fyrir þessa færslu. 

Jósef Smári Ásmundsson, 4.8.2015 kl. 21:50

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Heyr heyr kæri Páll !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.8.2015 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband