Trú, menning og manndráp

Heimspeki býr ekki til trú, ađeins reynslan getur ţađ í hćgu ferli og sársaukafullu. Setningin er á bls. 12 í bókinni Philosophy: an introduction sem kom fyrst út í seinna stríđi og endurútgefin 1971.

Trú verđur til međ reynslu kynslóđa og ţjónar ţví hlutverki ađ gera lífinu merkingu. Á hverjum tíma í sérhverju samfélagi er viđmiđ um trú. Á vesturlöndum gildir í dag veraldarhyggja sem leyfir hverjum einstaklingi ađ tileinka sér hvađa lífsskođun sem vera skal, ţó ţannig ađ lífsskođunin skađi ekki ađra eđa takmarki valkosti ţeirra. Ţessi veraldarhyggja er trú í merkingunni hér ađ ofan; uppsöfnuđ speki í hćgu og sársaukafullu ferli.

Morđ er ekki viđurkennd tjáning á lífsgildum á vesturlöndum. Fyrr á tíđ voru manndráp leyfileg í nafni trúar. Íslendingasögur eru frásagnir um samfélag ţar sem manndráp vegna heiđurs fjölskyldu voru sjálfsögđ. Rómversk kristni skipulagđi hermannamunka, riddara, til ađ herja á múslíma í landinu helga og víđar.

Hernađur međ tilheyrandi manndrápum var sjálfsagđur ţáttur í evrópskum stjórnmálum fram ađ fyrri heimsstyrjöld. Orđ Clausewitz um ađ stríđ vćri framhald stjórnmála međ öđrum verkfćrum var viđtekin stjórnviska á vesturlöndum fram yfir 1900.

Tvćr heimsstyrjaldir breyttu afstöđu vesturlandabúa til stríđsdrápa. Stríđ var ekki lengur samţykkt nema sem ill nauđsyn. Vestrćnar hugmyndir um mannréttindi eru útskýrđar í mannréttindayfirlýsingu Sameinuđu ţjóđanna ţar sem segir fyrstu grein ađ ,,allir eru bornir frjálsir og jafnir öđrum ađ virđingu og réttindum" og í ţriđju grein ađ ,,allir eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi."

Mannréttindayfirlýsing Sameinuđu ţjóđanna er međ rćtur í frönsku byltingunni 1789. Ţađ tók sem sagt yfir 150 ára hćgt og sársaukafullt ferli ađ fá almenna vestrćna viđurkenningu á algildum mannréttindum.

Vestrćn saga frá menningu manndrápa til mannhelgi fór ofan garđ og neđan hjá múslímum. Múslímaríki skrifa ekki upp á mannréttindayfirlýsingu Sameinuđu ţjóđanna. Múslímaríki afneita veraldarhyggju vesturlanda međ ţví ađ gera sérstaka mannréttindaskrá um múslímsk mannréttindi.

Kairó-yfirlýsingin um mannréttindi múslíma er jafnframt yfirlýsing um ađ vestrćn veraldarhyggja er ósamrýmanleg múslímskri menningu. Tvö dćmi: konan er sett skör lćgri en karlmađurinn (gr. 6) og tjáningarfrelsiđ skal víkja fyrir sharía-lögum múslíma sem m.a. gera guđlast ađ dauđasök (gr. 22).

Fram yfir miđja síđustu öld var óveruleg hreyfing á fólki frá ríkjum múslíma til vesturlanda. En ţegar múslímar tóku ađ flytja til vesturlanda tóku ţeir međ sér trú og menningu sína.

Vestrćn mannhelgi, eins og hún er skilgreind í mannréttindayfirlýsingu Sameinuđu ţjóđanna, er ekki viđurkennd í menningarheimi múslíma sem er međ mörg útibú á vesturlöndum.

Manndráp eru ţegar orđin nokkur vegna ţess arna. Eins og bandaríska inngangsbókin í heimspeki minnir á er trúarferliđ hćgt og sársaukafullt. Allmargir eiga enn eftir ađ týna lífi ađ ófyrirsynju á altari ólíkra menninga.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ţórhallsson

Sérđu eitthvađ jákvćtt í trúarbrögđum sem ţú vildir halda á lofti eđa myndir ţú vilja lifa í guđlausum heimi?

Jón Ţórhallsson, 3.8.2015 kl. 16:52

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ég vil ţrátt fyrir allt hafa kristna trú í heiđri,ţví ađ hún er hluti af menningu okkar.

Ţakka góđa grein og kveđ ykkur Jón,

Kristján P.Guđmundsson

Kristján P. Gudmundsson, 3.8.2015 kl. 18:36

3 Smámynd: Aztec

Skipulögđ trúarbrögđ og grćđgi eru rót alls ills í heiminum. Ţetta tvennt helzt í hendur.

- Pétur D.

Aztec, 3.8.2015 kl. 23:07

4 Smámynd: Jón Ţórhallsson

Kannski ađ kastljósiđ mćtti beinast oftar ađ ađal-miđju KRISTINSDÓMSINS á heimsvísu = Hvađ er ađ frétta af stađgenglum KRISTS  í Hallgrímskirkjuni?

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1381770/

Freker ađ ađ sýna alltţađ sem ađ fólk vil ekki utan úr heimi.

Jón Ţórhallsson, 4.8.2015 kl. 09:25

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband