Mánudagur, 3. ágúst 2015
Vantrú á evru-svæðinu
Verðfall í grísku kauphöllinni er enn eitt dæmið um vantrú á framtíð evrunnar. Án verulegra breytinga á stjórnkerfi Evrópusambandsins mun evran ekki halda velli.
ESB-sinnar í Evrópu, t.d. Jean Pisani-Ferry, spyrja hvort hægt sé að bjarga evrunni.
Stutta svarið er, já, en þá þarf til verulega aukin miðstýring á fjármálakerfum þeirra 19 ríkja sem búa við evru sem lögeyri.
Evrópusambandið telur 28 ríki. Stóraukin efnahagsleg miðstýring á 19 af 28 ríkjum ESB myndi í reynd kljúfa Evrópusambandið.
Og klofningur eykur ekki tiltrú á Evrópusambandinu og evrunni sem gjaldmiðli.
Viðskipti hófust með látum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kauphöllin í Grikklandi er búin að vera lokuð í mánuð, bankarnir verulega laskaðir og þú ert hissa að því að hlutabréf þar falli þegar kauphöllinn opnar aftur. Páll held þú ættir að muna að hlutabrefamarkaður og kauphöllinn hér þurkuðust næstum út 2009! Held að menn hafi almennt ekki trú á krónunni hér nema til að nota í stundarhagnað og enginn annar hefur trú á henni. Allir sem eiga fjármagn geyma það eftir bestu getu erlendis og Íslensk fyrirtæki gera upp í evrum þ.e. þau sem eru nógu stór. Svo hef ég ekki heyrt um eitt einasta land sem er á leið út úr evrunni þrátt fyrir að þið allir sérfræðingarnir hér á blogginu og Mogganum séuð búnir að dæma evruna til dauða. Menn láta stundum eins og þessi ríki í evrusamstarfinu séu bara svona vitlaus. Að hvað um 200 til 300 milljónir kjósenda í þessum 19 ríkjum séu bara svona vitlaus að koma sér ekki út úr þessu strax! Þarf auðvita að taka þarna aðeins til og ríki verða að uppfylla þau skilyrði sem þau gengust að við inngöngu í evrusamstarfið sem getur reynst þeim erfitt en örugglega ódýrara en að þurfa að halda upp eigin mynnt og þurfa að eiga stóra gjaldeyrisvarasjóði í öðrum mynntum til að geta stundað viðskipti við aðrar þjóðir.
Magnús Helgi Björgvinsson, 3.8.2015 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.